Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 220
218
Ritdómar
sem beint varða beygingafræði og setningafræði. Fyrra atriðið er nýmæli og er
enn í mótun í kennslu, síðara atriðið stendur á gömlum merg en tilraun til endur-
nýjunar er þó einnig hér á ferð og hefur einkum birst í nýju námsefni.
í námskrá grunnskóla er ekki mælt með neinni tiltekinni bók til kennslu í mál-
fræði. íslenzk málfrceði Björns Guðfinnssonar og Málvísi Indriða Gíslasonar (1-3)
munu þó vera mest notaðar í efstu bekkjunum. Um þá fyrrnefndu er óþarft að
fjölyrða; um fjögurra áratuga skeið hefur bók Björns (í endurskoðaðri gerð Eiríks
Hreins Finnbogasonar frá 1958) lengst af verið eina kennslubókin í íslenskri mál-
fræði í síðustu bekkjum skyldunáms og reyndar víðar. Bók Indriða er aftur á
móti ný, unnin á vegum skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins í sam-
ræmi við málvísimarkmið námskrár. Munur þessara bóka er einkum sá að í bók
Björns er samfellt yfirlit yfir allt beygingakerfi íslenskrar tungu samkvæmt hefð-
bundinni framsetningu, en í bók Indriða er leitast við að flétta saman málnotkun-
aræfingum og fræðslu um málfræðileg atriði en ekki reynt að lýsa málkerfinu full-
komlega og samfellt. „Almenn greining" orða er þar ekki lokamarkmið eins og hjá
Birni; þó er þar kennd setningafræðileg greiningaraðferð, kvíslgreining, sem er
í ætt við aðferðir sem mjög hafa tíðkast í amerískum kennslubókum („diagram-
ming“).
Nú er það svo að samkvæmt málvísimarkmiðum grunnskólanámskrár er þó
ætlast til að meðalnemandi þekki að loknu grunnskólanámi öll helstu hugtök hefð-
bundinnar málfræði og geti nokkuð beitt þeim við málfræðilega athugun á ein-
földum setningum. Á grunnskólaprófum í íslensku síðastliðin 2-3 ár hefur samt
lítil áhersla verið lögð á beyginga- og setningafræðileg atriði, ekki hefur verið
prófað í almennri greiningu orða og einungis lítillega í setningahlutagreiningu. I
þessu felst aðlögun að þeirri staðreynd að allir nemendur 9. bekkjar hljóta nú að
þreyta sama próf í lok grunnskólanáms, ekki er lengur um að ræða hóp sérvalinna
nemenda sem í heilan vetur hefur í móðurmálsnámi sinnt málfræðigreiningu nær
einvörðungu svo sem tíðkaðist í svonefndum landsprófsdeildum áður fyrr. lafn-
framt má segja að hér endurspeglist sú skoðun að fyrir þorra grunnskólanemenda
sé „sérfræðileg" málfræðikennsla ófrjó og árangurslítil hvað sem líður málvísi-
kröfum í námskrá, viturlegra sé að sinna meira öðrum þáttum móðurmálsins svo
sem aðrir þættir grunnskólaprófs (lesskilningur o. fl.) vitna um.
Breytingar á kennslukröfum og aðstæðum í almennu skyldunámi hljóta að hafa
bein áhrif á viðhorf og viðbrögð á framhaldsskólastigi í málfræðikennslu sem
öðrum efnum. Því má vænta að nýrra viðhorfa muni gæta í tillögum um sam-
ræmda námskrá í íslensku handa framhaldsskólum sem nú er unnið að. En hvað
sem þeirri námskrá líður hlýtur málfræðikennsla framhaldsskólanna samt að hafa
einhvern gang meðan beðið er og er þá að vonum að ný kennslubók á borð við bók
Kristjáns Árnasonar veki áhuga og skal nú beint að henni vikið.
Kristján skiptir bók sinni (sem er fyrri hluti fyrirhugaðs tveggja binda verks)
í þrjá kafla. Er hinn fyrsti eins konar inngangskafli (27 bls.) og ber yfirskriftina
„Um málfræði“, annar kaflinn og sá lengsti (58 bls.) fjallar um setningafræði,
einkum frá sjónarmiði ummyndanamálfræði, og sá þriðji (39 bls.) um stílfræði.