Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 221
Ritdómar
219
Verður hér á eftir fjallað um hvern hluta fyrir sig og þá stundum öllu fremur frá
kennslufræðilegu sjónarmiði en efnislegu þótt óhjákvæmilega hljóti þetta tvennt
að fléttast saman.
Efni kaflans „Um málfræði" er einkum tvíþætt. Annars vegar reynir höfundur
að „varpa eilitlu ljósi á lausnina á ráðgátunni um það hvert sé eðli mannlegs máls“
(bls. 9), hins vegar rekur hann í stórum dráttum þróunarsögu hugmynda um mál-
fræði allt frá tímum Forngrikkja og Rómverja til okkar daga. Hér er um nýjung að
ræða í íslenskri kennslubók og vandasama í framsetningu svo að vel hæfi í kennslu;
spurningin um „eðli mannlegs máls“ getur t. d. auðveldlega leitt til svo yfirgrips-
mikilla skilgreininga að lítt undirbúnum nemendum finnist sem þeir svífi í lausu
lofti og finni ekki fótfestu. Skilgreining Kristjáns á málfræði að hún sé „öll skyn-
samleg vangavelta um mál og eðli þess“ (bl. 9) virðist mér af þessari tegund; hún
er að líkindum of almenn til að hafa eiginlegt notagildi í kennslubók handa fólki
sem er nánast byrjendur í greininni og sem hefur þó þegar tengt orðið óhjákvæmi-
lega þrengra merkingarsviði, þ. e. formlegri, afmarkaðri fræðigrein. (Raunar má
segja að setningafræðikaflinn í bók Kristjáns stuðli að afmarkaðri skilningi, þar
er a. m. k. fylgt tiltekinni kenningu og aðferð sem leiðir nemendur inn á ákveðna
fræðilega braut.) í inngangskaflanum gengur höfundur til móts við þessa almennu
skilgreiningu með því að rekja í stórum dráttum sögulega þróun málfræðihug-
mynda. Nefnir hann einkum til fjóra meginþætti: Hefðbundna grísk-latneskættaða
málfræði, söguleg málvísindi 19. aldar, formgerðarstefnu og ummyndanamálfræð-
ina. Hér er um yfirgripsmikið og margslungið efni að ræða og erfitt að meta
hvernig best verði sett fram í kennslubók sem þessari. Ég tel að höfundi hafi best
tekist að gera formgerðarstefnunni jafnvæg skil en þar eru kynnt ýmis hugtök nú-
tíma málvísinda á grundvelli eininga og vensla. „Latnesku“ málfræðistefnunni
hefði verið eðlilegt að lýsa betur þar sem hún hefur til þessa verið ríkjandi í ís-
lenskum kennslubókum; nægir að minna á íslenzka máljrœði Björns Guðfinns-
sonar í því sambandi.
Fleiri grasa kennir í inngangskaflanum. Fjallað er um greinarmun fræðilegrar,
lýsandi málfræði (deskriptífrar) og fyrirmælamálfræði (normatífrar). Til skýring-
ar líkir Kristján hér saman stöðu málvísindamanns og jarðfræðings (bls. 10). Sú
samlíking finnst mér orka tvímælis, báða má að vísu kalla athugendur fyrirbæra
en sá er munurinn að viðfangsefnin eru ólíks eðlis, annað náttúrulegt, hitt a. m. k.
að nokkru leyti félagslegt. Má því ætla að erfiðara sé fyrir málaathugandann en
jarðfræðinginn að halda ávallt hlutlausri stöðu utan við athugunarefnið og orki
það á aðferð hans og niðurstöður. Þessu tengist að sá möguleiki virðist fyrir hendi
að jafnvel hreinræktaður mállýsingarfræðingur geti í umfjöllun eigin fræðigreinar
haft mótandi áhrif á málnotkun, a. m. k. nefnir Kristján að menn geti í senn verið
„málfræðingar og örgustu sóðar í meðferð máls“ (bls. 11). Jafnframt telur hann þó
..augljóst" að því betur sem einhver skilji eðli þess máls sem hann og aðrir tala
því auðveldara sé honum að hafa vald á því sem hann segi. Samkvæmt þessu ættu
deskriptíf og normatíf málfræði ekki að vera eiginlegar andstæður, heldur ein-
ungis tvær hliðar á sama „hlut“ (eins og Kristján segir reyndar beinlínis); þessi