Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 222
220
Ritdómar
tvö viðhorf hljóti að mætast m. a. í notavirkni máls sem aukist í réttu hlutfalli við
aukna málfræðilega þekkingu þess sem málið notar. En hvað sem þessu líður
kemst málvöndunarbarátta ekki af án málfræði (sbr. bls. 11).
Kaflinn um mismunandi ritunargerðir máls er skemmtilegur og mætti þó gera
áhrifameiri með myndum af ýmiss konar skrift: kínverskri, japanskri o. s. frv.
Vafalaust verður úr því bætt í næstu útgáfu.
Almennt talað er inngangskafli þessi fróðlegt og samfellt yfirlit um efni sem
lítt eða ekki hafa verið til umræðu í kennslu. Mál er helst til langt (ekki langdregið)
og verkefni of fá. Úr þessu hvoru tveggja má auðveldlega bæta án verulegrar rösk-
unar á efni og röðun þess.
Setningafræði annars hluta er að mestu lýsing á gerð og myndun setninga sam-
kvæmt aðferð ummyndanamálfræði. Er þar fyrst gerð grein fyrir stofnhlutum setn-
inga, þá stofnhlutareglum og ummyndunum og loks samsettum setningum. Til
stofnhluta telur Kristján nafnliði, sagnliði og atviksliði og bregður frá nafngiftum
Jóns Gunnarssonar sem nefnir þessa setningarhluta nafnyrðingar, sagnyrðingar
og atviksyrðingar. Ég tel liðanöfnin heppilegri, þau eru látlausari og skýrari. Þrí-
skiptingu sagnorða í áhrifssagnir, áhrifslausar, ósjálfstæðar sagnir og áhrifslausar,
sjálfstæðar sagnir táknar Kristján með Sga, Sgh og Sgc, Jón Gunnarsson með Sgi,
Sgo og Sg3. Einnig hér tel ég táknun Kristjáns heppilegri, hún er þjálli í tali (nem-
endur tala gjarnan um a-sögn, b-sögn, c-sögn). Enn eitt frávik er það að Kristján
notar orðið stofnhlutareglur í sömu merkingu og Jón notar orðið myndunarreglur
(til að lýsa ferli); Jón notar einnig orðið stofnhlutareglur en einvörðungu til að
lýsa stofnhluta fullskapaðra setninga (úttaki úr ferli). í raun talar Kristján aðeins
um tvenns konar setningareglur: stofnhlutareglur og ummyndanareglur og virðist
mér sú einföldun til bóta í kennslu fyrir byrjendur. (Reyndar mun sú aðgreining
sem Jón aðhyllist í bók sinni óvíða notuð í fræðilegri umfjöllun.)
Verulega kunnáttu í hefðbundinni málfræði þarf til að nema greiðlega setninga-
fræði Kristjáns. Til að mynda er stofnhlutakaflinn samanþjappað yfirlit yfir mál-
fræðihugtök sem mjög ber á í hefðbundinni málfræði, samantekning þeirra í
stærri heildir. Frumlög og andlög með ýmiss konar lýsendum öðlast samstöðu í
nafnliðum; andlög, sagnfyllingar og háttaratviksliðir í sagnliðum; atviksorð, auka-
fallsliðir og forsetningarliðir í atviksliðum. Skilningur á þeirri samantekningu
krefst forkunnáttu sem margir nýnemar í framhaldsskólum hafa mjög misjafnlega
til að bera. Þess vegna tel ég að hér sé of fljótt yfir sögu farið, en úr því mætti
bæta með fleiri verkefnum þar sem m. a. sé æfð orðflokkagreining, fallgreining og
almenn setningahlutagreining í hefðbundnum stíl. Bæði Kristján og Jón Gunnars-
son viðurkenna augljóslega réttmæti og nauðsyn kunnáttu í hefðbundinni málfræði
þar sem þeir nota hefðbundin málfræðihugtök eftir þörfum í sínum bókum. Svipað
má eflaust segja um hin margháttuðu form beygingakerfisins. Kristján nefnir
innan sviga (bls. 60) að beygingar séu „að miklu leyti“ yfirborðsfyrirbrigði, sem þá
flokkast væntanlega undir skyldubundnar ummyndanir, en ekki gerir hann þeim
fyrirbrigðum nánari skil. Slíks er þó þörf að mínu mati, beygingarík yfirborðsgerð
íslenskra setninga kallar á sérstaka umfjöllun.