Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 224
222
Ritdómar
kenningu, hvorugt nafnið eitt sér nær merkingu enska heitisins transformational
generativc grammar. Yfirleitt virðast íslenskar nafngiftir í nýmálfræði enn vera á
reiki.)
I kynningu sinni á ummyndun tekur Kristján fyrst dæmi af notkun greinis. Er
það vel til fallið vegna einfaldleika en gefur samt þegar tækifæri til aðgreiningar
á valfrjálsum og skyldubundnum ummyndunum. Aðeins örfáar aðrar ummyndanir
(andlagsstökk, atviksliðarstökk, skyldubundið sagnarstökk) eru kynntar í þessum
kafla enda ekki tilgangur bókarinnar að reyna að setja fram tæmandi reglur um
þessa málvirkni. (I stílfræðihlutanum er bætt við nokkrum valfrjálsum ummynd-
unum: sagnarfrestun, sagnarstökki, sagnfyllingarstökki, þolmynd o. fl.) Almennt
má segja að þessi kafli sé aðgengilegur nemendum en verkefni eru ónæg. (A bls.
69 er verkefni með samsettum setningum sem þar á ekki heima þar sem ekki hefur
þá enn verið fjallað um slíkar setningar í bókinni.)
Kaflinn „Bakþanki um djúpgerð, yfirborðsgerð, hríslumyndir, frumlag og and-
lag“ er, eins og heiti hans bendir til, viðbót sem höfundur hefur við nánari yfir-
vegun aukið við meginmál; er hann ekki að finna í fjölritaðri gerð bókarinnar.
Bakþanki þessi undirstrikar tvennt: að hríslumyndir, stofnhlutareglur, ummynd-
anir og djúpgerðir eru ekki raunverulegir hlutir, heldur málfræðileg hjálpargögn
og táknanir og að hefðbundin málfræðihugtök eins og frumlag, andlag, sagnfyll-
ing hafa ekki verið lýst í bann þótt ný málfræðikenning skipi meginrúm í bókinni.
Ekki er vanþörf á að vekja sérsaka athygli á hvoru tveggja í bók sem þessari;
greiningaraðferðir eins og hríslumyndir, kvíslir og kassamyndir geta auðveldlega
öðlast slíkan raunveruleik í hugum nemenda að firring skapist milli þeirra og
sjálfs málsins nema stöðugt sé á það minnt að þar sé aðeins um óhlutstæð mynstur
að ræða, tæki sem eigi að stuðla að bættum skilningi á setningum en ekki markmið
í sjálfu sér. Aminning Kristjáns um áframhaldandi gildi gamalgróinna hugtaka á
ef til vill fremur erindi til kennara en nemenda að þeir vanræki ekki í kennslu
hefðbundin hugtök þótt nýjar hugmyndir komi fram og leggi undir sig sviðið.
í kaflanum um samsettar setningar gerir höfundur nokkra grein fyrir aukasetn-
ingum, hlutverki þeirra, stöðu og tengslum við aðalsetningar og einstaka stofn-
hluta. Hann færir út stofnhlutareglu nafnliðar með því að sýna fram á nafnliðar-
gildi fallsetningar og að tilvísunarsetning er lýsandi í nafnlið. Erfiðara er að fást
við atviksaukasetningar, þær telur hann til atviksliða eins og auðvelt er að sýna
með völdum dæmum en öllu óhægara er að finna eina leið til að tengja þær allar
inn í hríslumynd sem atviksliði. Kristján kýs að líta á tengiorð slíkra setninga í
sumum tilfellum sem forsetningarliði, ljósa eða dulda (af því (að), svo að = með
þeim afleiðingum (að)). Þótt stundum liggi þessi leið í augum uppi virðist hún ærið
langsótt um sum tengiorð enda telur Kristján að þar sé þörf frekari athugunar
áður en nokkuð sé fullyrt. I fljótu bragði sýnist einfaldast að sleppa öllum tengi-
orðum í hríslugreiningu og gera ráð fyrir að þau komi inn við ummyndun (eins og
Kristján gerir ráð fyrir um skýringartenginguna að, sbr. bls. 72).
I heild er kaflinn um samsettar setningar nokkuð þungur í vöfum og gerir auk
þess meiri kröfur til forkunnáttu nemenda en raunhæft er. Auk þess sem þegar er
getið má nefna vangaveltur höfundar um greiningu nafnháttar og aukafrumlags;