Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 227
Ritdómar
225
Dan I. Slobin, Mette Kun0e, David Stringer, Robin Campbell, Roger
Wales, Roman Jakobson, Sven Lange. 1980. Mál og máltaka. Ritröð
Kennaraháskóla Islands og Iðunnar IV. Indriði Gíslason og Jón Gunn-
arsson önnuðust útgáfuna. Iðunn, Reykjavík. 178 bls.
Um svipað leyti og Noam Chomsky réðst til atlögu við málvísindi formgerðar-
stefnunnar á 6. áratugnum voru ýmsar blikur á lofti innan sálfræðinnar, einkum
hinnar bandarísku. Þá hafði atferlishyggjan (behaviorism) ráðið lögum og lofum
innan fræðigreinarinnar í hartnær fjóra áratugi og þótti enginn maður með mönn-
um ef hann varði starfsævi sinni til annars en að fylgjast með hátterni dúfna,
rottna og annarra miður náskyldra ættingja mannsins. Markmiðið með þeim leik
var að grafast fyrir um þau „almennu lögmál“ er stjórnuðu atferli. Var sú skoðun
útbreidd að hentugra væri að leita þeirra meðal t. a. m. nagdýra en hjá mann-
skepnunni sem haldin er þeirri grillu (sbr. Skinner 1973) að maðurinn sé frjáls
gerða sinna. Fræðimenn höfðu fyrir löngu veitt því efirtekt að slíkur misskilningur
gat auðveldlega aukið óvissu eða „suð“ í rannsóknum og þótti því þjóðráð að not-
ast frekar við rottur og dúfur. Menn höfðu og fyrir satt að sömu lögmál atferlis
giltu um allar dýrategundir.
A 6. áratugnum tók að gæta megnrar óánægju meðal sálfræðinga með atferlis-
hyggjuna. Margir lögðu orð í belg og bentu á með hvaða móti væri unnt að leysa
þær drápsklyfjar sem hún hafði bundið sálfræðilegum rannsóknum. Chomsky
tengdist þeirri umræðu er hann birti í tímaritinu Language árið 1959 ritdóm um
bókina Verbal behavior (1957) eftir höfuðpostula atferlishyggjunnar, B. F. Skinner.
I þeirri bók beitti Skinner óspart hugtökum úr námssálfræði dýra (virk skilyrðing,
sundurgreining, alhæfing o. s. frv.) til að skýra málatferli fólks. Taldi hann þar
flest liggja ljóst fyrir.
Chomsky sýndi hins vegar fram á að hugtök námssálfræðinnar (sem eru ágætlega
nothæf á réttum vettvangi) missa með öllu gildi sitt þegar þeim er beitt á mann-
legt mál. Rökstuddi Chomsky mál sitt af miklum lærdómi og hugkvæmni. Reynd-
ist ritdómurinn slíkt rothögg atferlissálfræðinni að hún hefur átt erfitt uppdráttar
æ síðan. Til gamans má skjóta því hér inn að Skinner hefur aldrei svarað gagnrýni
Chomskys og hefur m. a. s. stært sig af því að hafa aldrei lesið hana.
Þegar þetta er haft í huga má vafalítið betur skilja hvers vegna svo náin tengsl
mynduðust með sálfræði og málvísindum í byrjun 7. áratugsins. Innan tilrauna-
sálfræðinnar jókst mjög vegur hugrænnar (cognitive) sálfræði og gegndi málsál-
fræðin þar lykilhlutverki (og gerir reyndar enn). Málmyndunarfræðingar reyndust
°g vera miklu opnari fyrir sálfræðiiegum vangaveltum en lærifeður þeirra. Er það
vafalítið Chomsky að þakka (eða kenna ef mönnum sýnist svo) enda skilgreindi
hann málvísindi sem hluta sálfræðinnar, sbr. eftirfarandi ummæli hans í Máli og
mannshuga: „Ég held, að nú sé meira nytsamlegt á döfinni í sálfræði vitsmuna-
lífsins — og sérstaklega í þeirri grein hennar, sem nefnist málvísir.di — en verið
hefir um margra ára skeið“ (Chomsky 1973:40).
íslenskt mál II 15