Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 230
228
Ritdómar
Einhverjir kunna að vera sammála Lange hér en undirrituðum finnst framan-
greind staðhæfing hæpin. Af greinum Kun0e og Lange má ráða að þeim ber illa
saman málfélagsfræðingunum Bernstein og Labov. Telur sá fyrrnefndi að lág-
stéttarbörn á Bretlandi búi við „þröngt mál“ og sé þar að finna eina meginástæðu
lélegrar frammistöðu þeirra í hefðbundnu skólakerfi (þar sem reynir á leikni í
„ítarlegu máli“). Labov hefur andæft þessum skoðunum Bernsteins og haldið því
fram að aðgreiningin í þröngt og ítarlegt mál eigi ekki við rök að styðjast og sé
nær að tala um ólíkar mállýskur sem báðar séu „jafngóðar". Hefur mikið verið
um það deilt hvor þessara heiðursmanna hafi á réttu að standa. En nú má síst
gleyma að Labov byggir túlkun sína einkum á rannsóknum á bandarísku negra-
máli („Black English“) en ekki á máli lágstéttarfólks í sama skilningi og Bernstein.
Skyldi ekki mega rekja ágreining þeirra, a. m. k. að hluta, til þess að þeir vinna í
ólíkum samfélögum með ólíkar málhefðir og stéttaskipan? Af þessum sökum sýn-
ist mér vafasamt að hægt sé að færa sér í nyt rannsóknamiðurstöður þessara er-
lendu rannsókna. Sú staðreynd verður ekki umflúin að „lögmál" félagsvísinda
þola langtum verr sjóferðina yfir Atlantsála en lögmál náttúruvísinda. Það breytir
þó engu um að rannsóknir þessar geta reynst okkur gagnlegar að því leyti að hægt
er að nýta aðferðafræði þeirra og þær geta vakið upp athyglisverðar tilgátur. Það
er því einkar gleðilegt til þess að vita að útgefendur bókarinnar hafa nú hafist
handa um könnun á máltöku íslenskra barna og má líta á Mál og máltöku sem
n. k. fræðilegan inngang að þeim rannsóknum.
Hvað frágang bókarinnar áhrærir þá hafa þýðendur leyst erfitt verk af hendi
og yfirleitt með sóma. Auðvitað má alltaf deila um einstakar þýðingar en ekki er
ástæða til að eltast við slíkt. Þó verður að geta þess að frágangi á heimildaskrá er
ábótavant. T. d. er ekkert samræmi í því hvernig vitnað er til útgáfustaða eða
forlags bóka. Blaðsíðutal tímarita sem í er vitnað vantar. Tímaritið Perception
and Psychophysics er ranglega nefnt Perception and Psychophysiology (bls. 178).
HEIMILDIR
Chomsky, Noam. 1959. Ritdómur um Verbal Behavior eftir B. F. Skinner. Lan-
guage 35:26-58.
—. 1973. Mál og mannshugur. Halldór Halldórsson þýddi. Hið íslenska bók-
menntafélag, Reykjavík.
Clark, Herbert H., & Eve V. Clark. 1977. Psychology and Language. Harcourt
Brace Jovanovich, New York.
Johnson-Laird, Philip N. 1977. Psycholinguistics without Linguistics. N. S. Suther-
land (ritstj.:) Tutorial Essays in Psychology, Vol. 1. Lawrence Erlbaum, Hills-
dale, New Jersey.
Skinner, B. F. 1957. Verbal Behavior. Appleton-Century-Crofts, New York.
— . 1973. Beyond Freedom and Dignity. Penguin Books, Harmondsworth.
Slobin, Dan I. 1979. Psycholinguistics. 2. útg. Scott Foresman, Glenview, Illinois.
Jörgen Pind
Menntaskólanum viÖ Hamrahlíð, Reykjavík