Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 231
Ritdómar
229
Magnús Pétursson. 1978. Drög að hljóðkerfisfrœöi. Ritröð Kennara-
háskóla Islands og Iðunnar III. Iðunn, Reykjavík. 101 bls.
Magnús Pétursson hefur tekist á hendur að reyna að bæta úr sárum skorti á
málfræðihandbókum hér á landi með því að skrifa tvær bækur sem einkum fjalla
um íslenskt hljóðafar: Drög að almennri og íslenskri hljóðfreeði (Iðunn 1976) (sbr.
ritdóm Höskuldar Þráinssonar í Skírni 1977) og þá bók sem hér er tekin til um-
sagnar. Bækur þessar eru liðir í Ritröð Kennaraháskóla íslands og Iðunnar, og
þakkar höfundur kennurum Kennaraháskólans fyrir dyggan stuðning og hvatn-
ingu til verksins.
Magnús á þakkir skilið fyrir þetta framtak, því þörfin fyrir slíkar bækur sem
þessar er mikil og eftirvænting við útkomu þeirra er veruleg. Drögum að hljóð-
kerfisfrœði eru þó búnar býsna erfiðar aðstæður, sem gera höfundi erfitt fyrir.
Annars vegar er það, að svo til engin umræða hefur farið fram á íslensku um
þau efni sem bókin fjallar um, og er þá við því að búast að fæstir lesendur séu
kunnugir þeim umræðuheimi sem bókin verður að vera partur af efnis síns vegna.
Hins vegar skapar það líka erfiðleika að sjálf fræðigreinin hljóðkerfisfræði hefur
ekki nærri allt á þurru, og jafnvel djúpt sokknir „fónólógar" geta átt erfitt með
að svara grundvallarspurningum sem skynsamir nýliðar eiga það til að bera fram.
Málfræðingar eru oft ekki sammála um grundvallarskilning á hugtökum, jafnvel
á sjálfu fóneminu, sem höfundur bendir þó réttilega á í formála að hafi haft
„gífurleg áhrif á málvísindi og hugmyndir manna um tungumál á þessari öld“.
Höfundur hefur því tekist á hendur erfitt verk, og vart er við því að búast að þessi
frumraun sé fullkomin. Þær athugasemdir sem hér fara á eftir geta því á engan
hátt varpað rýrð á höfund bókarinnar sem fræðimann, en eins og lesendum mun
kunnugt hefur hann unnið mikið starf í rannsóknum á íslenskri hljóðfræði á
undanförnum árum.
Drögum að hljóðkerfisfrœði er skipt í þrjá meginþætti. Tveir þeir fyrri eru al-
menns efnis og nefnast „Gerð tungumáls" og „Hljóðkerfisfræði“. Þriðji þátturinn
fjallar um íslenska hljóðkerfið. í viðbæti er fjallað um deiliþætti (e. distinctive
features, sem einnig hafa verið nefndir aðgreinandi þættir á íslensku). I bókarlok
er orðaskrá, þar sem skráðar eru þýðingar á erlendum málfræðiheitum.
Hinn eiginlegi texti bókarinnar hefst á umfjöllun um eitt grundvallaratriði í
gerð mannlegs máls sem mér þykir vel við hæfi að leggja áherslu á, en það er það
sem höfundur kallar „hina tvöföldu formun tungumálsins“ (á ensku „the double
articulation of language"), annars vegar þá sem snýr að merkingu (innihaldi) og
hins vegar þá sem snýr að hljóðinu og sem höfundur nefnir formun í tjáningu1
(en mætti e. t. v. eins kalla einfaldlega útlit). Sá greinarmunur sem með þessu er
1 Mér þykir þetta ekki sem best þýðing á orðinu expressíón. — Raunar er
orðið ekki nefnt beint í orðaskránni aftast, en ég geri ráð fyrir að ég skilji það
rétt að við þetta sé átt (sbr. orðið tjáningareining í orðaskrá).