Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 234
232
Ritdómar
um ójafnvægi í íslenska sérhljóðakerfinu, þar sem segir (bls. 49) að „fimm góm-
mynduð (ívo!) frammælt sérhljóð" myndi „andstæðu gagnvart þrem afturmæltum
sérhljóðum". Höfundur virðist ætla að nota þáttagreiningu sína, sem áður er vikið
að, til að útfæra þessa hugmynd nánar. En eitthvað hlýtur hér að vera málum
blandað. A bls. 50 segir að sérhljóðin /i,e/ og /y,ö/ þurfti fleiri deiliþætti og séu
því óstöðugri heldur en hin sérhljóðin. En ef litið er á töflurnar á sömu bls. kem-
ur í ljós, að t. a. m. í greiningu með „myndunarlegum deiliþáttum“ fá hljóðin
/i,e,Y,u/ og/o/ öll þrjár merkingar (+ eða -5-), en /i/ og /a/ fá tvær; /ö/ fær að
vísu fjórar, þ. e. fleiri en hin hljóðin, en /u/ og /o/ fá sömu tölu og hin „óstöð-
ugu“ /i,e,Y/. Hugmyndina um ójafnvægi í sérhljóðakerfinu notar höfundur til að
útskýra tilurð „flámælisins", sem hann skilgreinir einfaldlega þannig að það sé
breyting frá /i/ og /y/ yfir í /e/ og /ö/. (Þetta er að sjálfsögðu mjög einfölduð
lýsing á því fyrirbrigði sem gengur undir skammaryrðinu ,,flámæli“.) Myndirnar
á bls. 51-3 eiga að útskýra nánar hvernig í þessu mismunandi jafnvægi í þátta-
notkun liggi og sýna fram á að flámæliskerfið sé einfaldara og í meira jafnvægi
heldur en hitt kerfið. Myndin af flámæliskerfinu er greinilega minni um sig og
öll snyrtilegri, en að öðru leyti átti ég í erfiðleikum með að átta mig á merkingu
allra þeirra örva, plúsa og mínusa sem þar getur að líta.
A bls. 53 er gerð grein fyrir tvíhljóðum íslenskum með aðstoð aðgreinandi
þátta. Hér eru notaðir bæði „myndunarlegir" og „hljóðeðlisfræðilegir" þættir, og
segir að þátturinn „skær/ekki skær“ sé mikilvægari í tvíhljóðakerfinu en í ein-
hljóðakerfinu. Hins vegar fæ ég ekki betur séð en að með aðstoð hinna fjögurra
þáttanna sem taldir eru upp á töflunni bls. 53 hafi tekist að greina öll tvíhljóðin
hvert frá öðru, þannig að frá því sjónarmiði virðist þátturinn óþarfur. Hins vegar
kemur það í ljós, þegar borið er saman við greiningu einhljóðanna, að ef þessi
þáttur væri ekki í kerfi tvíhljóðanna, væri („myndunarleg") þáttamerking /y/ ná-
kvæmlega eins og /ou/. /y/ er í „hljóðeðlisfræðilegu" töflunni á bls. 50 látið
ómerkt með tilliti til þáttarins „skær/ekki skær“, en /ou/ er sagt [-4-skært] á bls.
53. (Það er rétt að benda á það í þessu sambandi að það er ekki venja að láta það
duga í greiningu með aðgreinandi þáttum að halda tveimur einingum aðgreindum
með því að láta aðra vera ómerkta og hina merkta (með + eða -f-), því á þann
hátt gæti hver þáttur fengið þrjú gildi, hefði +,-5- og „hlutleysi" sem hugsanleg
gildi.) Frá sjónarmiði heilbrigðrar skynsemi væri að sjálfsögðu eðlilegt að spyrja
af hverju /y/ og /ou/ fá það ekki tekið fram um sig að annað er einhljóð og hitt
tvíhljóð. Raunar hefur almennt gengið heldur illa að eiga við tvíhljóð í þátta-
greiningu sem þessari, því þau hafa það eðli að breyta um þátt í miðju kafi, þannig
að þau geta verið í senn kringd og ókringd o. s. frv. Og fleiri hlutir í sambandi við
þáttagreiningu eru almennt óljósir og umdeilanlegir, eins og orð höfundar vitna
um (bls. 54): „Þan [sem er þýðing á tenseness] er einn erfiðasti þáttur í hljóð-
fræðirannsóknum því að enginn veit í raun og veru hvað við er átt myndunar- og
hljóðeðlisfræðilega“(!) En að sjálfsögðu er þetta ekki sök höfundar.
Þriðji og stærsti þáttur bókarinnar er lýsing á íslenska hljóðkerfinu, og hefur
þegar verið vikið að veigamiklum þáttum í þeim kafla í tengslum við umfjöllun