Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 235
Ritdómar
233
um frásögn bókarinnar af almennari fræSilegum hlutum. Ekki gefst hér rúm til
að fjalla sem skyldi um öll þau atriði sem höfundur tekur til meðferðar og þessum
hlutum tengjast, og verður hér aðeins gripið niður á víð og dreif. Efnislega skipt-
ist þessi þriðji þáttur í þrennt: Umfjöllun um sérhljóðakerfið (bls. 38-54), um-
fjöllun um samhljóðakerfið (bls. 54-72) og „Nokkur ferli í hljóðkerfi nútímaís-
lensku" (bls. 73-83). Á bls. 83-6 er klausa sem ber yfirskriftina „Þróun tungu-
máls og hljóðkerfisfræði", en fjallar mest um almennari atriði, svo sem samband
hljóðfræði og hljóðkerfisfræði og verufræðileg (ontólógísk) einkenni hugtakanna
fónem og kerfi.
Höfundur kýs að segja frá sérhljóðafónemum íslenskunnar með því að telja upp
andstæður tveggja fónema í senn með dæmapörum. Á bls. 38 segir að /e/ og
/y/ myndi andstæðu byggða á mismunandi opnustigi, en ekki er minnst á það að
annað er kringt en hitt ókringt. Þess er heldur ekki getið á þessum stað hvort er
„opið“ og hvort „lokað“. Þegar flett er upp í áðurnefndri töflu á bls. 50 kemur í
ljós að bæði þessi hljóð fá merkið við þáttinn opið/ekki opið, þannig að hér
er málum blandað.
Burtséð frá mistökum sem þessum hefði mér fundist skýrara að nota umskipta-
raðir eftir því sem hægt er til að sýna fram á hversu mörg fónem sé eðlilegt að
gera ráð fyrir að íslenskan hafi. Sama er að segja um umfjöllunina um samhljóða-
kerfið. Þar hefði mér fundist skýrara að nota eftir því sem við væri komið um-
skiptaraðir eins og kála, tála, nála, sála, pála, bála, liála, gála, mála, fála, vála,
til að kanna fjölda fónemanna. Aðferð höfundar leiðir til þess að andstæður
gleymast. T. a. m. er í samhljóðunum einungis sýnt að /s/ og /þ/ myndi and-
stæðu sín á milli, en ekki athugað hvort þessi hljóð myndi andstæður með öðrum
hljóðum.
Sérstakur kafli er um lengd sérhljóða. Mér finnst umfjöllunin um þessa einföldu
reglu helst til flókin, og stundum er beinlínis farið með rangt mál, eins og þegar
segir (bls. 47) að orð sem „hafa p t k í stofni og mynda eignarfall með s [haldi]
langa sérhljóðinu í ef. aðeins ef p t k eru borin fram sem lokhljóð: hróps [hrou:
þs], káts [khau:ds] ...“ Hér hefur höfundur eflaust í huga, að ef. eins og skips af
skip er gjarna borið fram [sgjifs] með önghljóði á undan í og með stuttu sérhljóði;
en einnig er til framburðurinn [sgji:bs] með löngu sérhljóði og lokhljóði. En það
sem höfundur virðist gleyma er að til er líka framburður eins og [sgjiþs], [þauds]
(við hlið [þau:ds] og [þaus(:)] á báts), þar sem borið er fram lokhljóð, en lengdar-
reglan látin gilda, þ. e. að borið sé fram stutt sérhljóð á undan tveimur sam-
hljóðum.
Um athuganir Magnúsar á lengd samhljóða í sunnlensku og norðlensku og þær
ályktanir sem af þeim megi draga vísa ég til greinar Eiríks Rögnvaldssonar í þessu
hefti.
Á bls. 43-6 ræðir um tvíhljóð, hvort telja eigi hljóð eins og /ei/,/ai/ o. s. frv.
eitt fónem eða samsett úr tveimur, /e+i/, /a+i/ o. s. frv., og hallast höfundur
að því að líta beri á hvert tvíhljóð sem eitt fónem. Ég er sammála því að líta megi
á tvíhljóðin sem hliðstæðar einingar við einhljóðin, m. a. vegna þess að þau hegða
sér eins og einhljóðin hvað varðar lengdarregluna, þau koma fyrir bæði stutt og