Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 236
234
Ritdómar
löng, og einnig vegna þess að einingar eins og /öi/ ([öy]) taka þátt í andstæðum
sem ein eining, þar sem [y] kemur ekki fyrir nema [ö] standi með því.2 Hins vegar
finnst mér höfundur fara helst til fljótt yfir sögu í röksemdafærslunni þegar hann
segir (bls. 44):
Ef seinni hluti í-tvíhljóðs [þetta orð er hvergi útskýrt, en það hlýtur að vera
átt við tvíhljóð sem enda á [i]] er hljóðritaður /j/ (ívo/) og þar með gerður
að samhljóði /j/, myndi það merkja að hcit /hejd/ og hetd /held/ væru lág-
markspar. Það táknaði að löng tvíhljóð væru ekki til; að hér væri í raun og
veru um að ræða s'.utt sérhljóð + /j/. Slíkt er vitaskuld óhugsandi því að til
eru stutt tvíhljóð, t. d.: fe/tt, be/tt, ... Nauðsynlegt yrði því að gera ráð fyrir
tvenns konar stuttum sérhljóðum, þ. e. mjög stuttum á undan /j + samhlj./
og lengri í öðrum tilvikum.
Auk þess gæti það gerst að gagnrýnum lesendum komi það spánskt fyrir sjónir að
með því að hljóórita eitthvað á þennan eða hinn háttinn megi gern það að sam-
hljóöi. Þótt málfræðingar hafi stundum tilhneigingu til þess, ekki síður en aðrir
fræðimenn, að Iaga efnið í hendi sér til þess að láta það passa í greiningakerfi
sitt, er ekki gott að slíkt sé nefnt sem sjálfsagður hlutur í bók sem á að kynna
fræðigreinina.
I umfjöllun um samhljóðakerfið greinir frá ýmsum atriðum í hljóðkerfisgrein-
ingu, þar sem fleiri en ein leið hafa verið farnar. T. a. m. ræðir (bls. 57-9) um
gómfillulokhljóðin [kh] og [g] og gómlokhljóðin [kjh] og fgj], og hallast höfundur
að því að hér séu fónemískir tveir myndunarstaðir. (Eg get varla sagt að ég lái
höfundi þótt hann forðist að Ieiðast út í umræðu um samband samsvarandi öng-
hljóðapara, [q] og [j] og [x] og [j], en það hefði þó e. t. v. mátt minnast á það
vandamál. Raunar eru önghljóðum almennt gerð mjög lítil skil. Ekki er minnst á
[q] í greinargerð fyrir samhljóðafónemum á bls. 54-7.)
Þótt höfundur telji gómmælt og gómfillumælt tvo fónemíska myndunarstaði í
lokhljóðunum, telur hann að í nefhljóðunum séu gómmæli [ijj] og gómfillumælt
[ij] ekki sérstök fónem, heldur stöðubundin afbrigði af /n/. Við þetta hef ég litlar
athugasemdir. Hins vegar skilur, að mati höfundar, á milli sunnlensku og norð-
lensku í því að í norðlensku eru aðeins tvö nefhljóðafónem, /m/ og /n/, en í
sunnlensku fjögur: /m,m,n,n/. Þessi munur á mállýskunum er ekki útskýrður
nánar, en ég geri ráð fyrir að höfundur geri þennan greinarmun vegna þess að í
„sunnlensku", sem höfundur nefnir svo, þótt svona framburður tíðkist mun víðar
en á Suðurlandi, eru til lágmarkspör eins og vanta [vanda], vanda [vancja], þar
sem munurinn á [n] og [n] greinir merkingu. Merkingargreininguna í pörum eins
2 Raunar hljóðritar höfundur jafnan [öi] en ekki [öy] (eða [œy]) eins og oft er
gert þegar tvíhljóðið í orðum eins og laun er táknað. Það sem hér var sagt miðast
við það að s. hl. tvíhljóðsins sé talinn kringdur, þ. e. [y]. Ég hef annars reynt að
nota hér svipaða hljóðritun og höfundur gerir í bók sinni til að forðast misskiln-
ing.