Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 237
Ritdómar
235
Og hnota og nota, sem oftast er talið að byggist á muninum á órödduðu [n] og
rödduðu [n], vill höfundur hins vegar rekja til /h/-fónems.
Aðblásturinn svokallaði í orðum eins og latt [laht] telur höfundur að tilheyri
fóneminu /h/, andstætt því sem aðrir, t. a. m. Höskuldur Þráinsson (1978) og
Kristján Árnason (1977), hafa Iátið sér detta í hug. Hér gefst ekki rúm til að ræða
þau mál öll saman, enda fæst e. t. v. seint úr þessu skorið.
GómfiIIumæltu önghljóðin [q] og [x], eins og í saga [sa:qa] og sagt [saxt] setur
höfundur undir eitt fónem /x/, sem ekki virðist fjarri lagi, en hefði að ósekju mátt
ræða meir. Eins hefði mátt minnast á afstöðu þessara hljóða til [g] eins og í sagna
[sagna], þar sem t. a. m. í harðmæli er ekki hægt að finna andstæðu milli [q] og
[g], þótt svo sé raunar í linmæli: saga [sa:qa] — saka [sa:ga]. Þótt þessi mál séu
flókin og tæmandi umræða um þau yrði Iangt mál, hefði e. t. v. mátt drepa á þau.
Umfjöllun um samhljóðin lýkur á þrem greinum um dreifingu samhljóða, í
framstöðu, í innstöðu og í bakstöðu. Höfundur á þakkir skilið fyrir að taka þessa
hluti til umræðu, og hér er ýmsan fróðleik að finna. Að sjálfsögðu hefur greining
höfundar í fónem áhrif á það hvað kallast samhljóðasambönd, t. a. m. greinist
upphafsklasinn í liljóta sem samband þriggja fónema /hlj/ í samræmi við það að
hlaupa er talið hefjast á /hl/. í upptalningu á leyfilegum klösum hefur höfundi þó
skotist yfir allmörg sambönd og sum algeng, en honum er þó nokkur vorkunn þar
sem það getur reynst furðu erfitt að tína til alla þá möguleika sem samhljóð bjóða
upp á í samböndum. Meðal þeirra sambanda sem ekki eru nefnd eru þau sem
koma fyrir milli sérhljóða í orðum eins og glöggra og glöggva; eins fann ég ekki
sambandið [xsn] eða [xsdn] eins og í yxna, né sambandið [ðkh] í rödduðum fram-
burði á blaðka. í töfluna á bls. 70 yfir sambönd tveggja samhljóða í bakstöðu
vantar algeng sambönd eins og [gl] í rugl og [sþ] eins og í ösp, [rm] í arm, [rf]
([rv]) í orf, og ekki er minnst á sambönd eins og þau sem koma fyrir í orðum
eins og tungl [thuijl], lengcl [leiijd], langs [lauijs], sem samkvæmt greiningu á bls.
59 væru fónemískt /ngl/, /ngd/ og /ngs/. (Ég er þakklátur Helga Bernódussyni
fyrir að benda mér á mörg af þessum dæmum.)
Almennt finnst mér um þennan þátt bókarinnar að framsetning sé varla nógu
skipuleg og að skýrara yfirlit hefði fengist með því t. a. m. að benda á það að
langflest samhljóðasambönd sem koma fyrir í lok áhersluatkvæðis á undan sér-
hljóði geta líka staðið í lok einkvæðs orðs: fólksins — fólks, yxna — yxn o. s. frv.,
þótt nokkurrar tregðu gæti með sum, t. a. m. emja — (1)emj (sbr. Helgi Bernódus-
son 1978). Eins hefði að ósekju mátt minnast á atkvæði í þessu sambandi og geta
þess t. a. m. að áherslulaus atkvæði hafa að jafnaði einfaldari samhljóðasambönd.
í tengslum við umfjöllun um hljóðskipun víkur höfundur (bls. 67) að svoköll-
uðum lokhljóðaframburði með [þ] og [g] á undan önghljóði í orðum eins og hafði
og sagði, sem þekkist norðanlands. Þar getur að líta þá nýstárlegu athugasemd að
það sé lengd sérhljóðs sem ræður því hvort í þessari mállýsku er borið fram lok-
hljóð eða önghljóð, þ. e. langa sérhljóðið í sögu taki önghljóð á eftir sér, en stutta
sérhljóðið í sögðu taki lokhljóð á eftir sér [sögðY]. Við þetta er m. a. það að
athuga að ekki er alltaf borið fram lokhljóð á eftir stuttu sérhljóði, eins og t. a. m.