Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 240
238
Ritdómar
samhljóð) og einnig á undan önghljóði og öðru samhljóði. Hér lenda því hliðar-
hljóð, sveifluhljóð, nefhljóð og lokhljóð úti í kuldanum. Engin bein skýring er
gefin á því. Þó er svo að sjá að höfundur telji að [þ] í gefnir sé langt í norðlensku,
og myndi það þá væntanlega gera grein fyrir stuttleika sérhljóðsins á undan. (Og
þó — í reglunni sem gefin er á bls. 67 um að stutt sérhljóð taki á eftir sér lokhljóð
virðist eins og gert sé ráð fyrir því að stuttleiki sérhljóðsins sé einhvers konar
frumþáttur.) Hins vegar virðist n-ið í vanra ekki vera talið Iangt. A bls. 83 er samt
sagt að lengdarreglan taki til sérhljóðsins í vanra, þótt umhverfið -nr sé ekki tí-
undað í reglunni eins og hún er sett fram á bls. 82.
Lokakafli bókarinnar, að undanskildum viðbætinum um deiliþætti, sem áður
er vikið að, er grein sem nefnist „Þróun tungumáls og hljóðkerfisfræði". Eins og
áður er getið er þetta mest mjög almennar vangaveltur um hugtök eins og and-
stæða, kerfi og fónem. I lokin er þó réttilega vikið að því að hljóðkerfisfræði hafi
opnað nýjar leiðir til að skýra breytingar á hljóðkerfum, án þess þó að nokkur
dæmi séu nefnd þessu til staðfestingar. Raunar er þó vísað aftur til vangaveltna
höfundar framar í bókinni um jafnvægi og ójafnvægi í íslenska sérhljóðakerfinu
og uppkomu flámælis.
Aftast er allítarleg ritaskrá í þrem þáttum. Fyrst eru talin upp „Nokkur grund-
vallarrit og ritgerðir almenns eðlis“, síðan „Greinar og rit um íslenska hljóðkerfis-
fræði“ og loks „Bækur um íslenska hljóðfræði". Þessar ritaskrár eru mjög þarfar
og góð hjálpartæki bæði sérfræðingum í greininni og þeim nýliðum sem þyrstir í
meiri fróðleik en þann sem í bókinni er að finna.
Ef vel hefði til tekist hefði Iestur þessarar bókar átt að vekja þrá manna til frekari
ígrundunar þeirra mála sem í bókinni eru rædd. Ég er ekki viss um að svo vel
hafi til tekist. Hins vegar er full ástæða til þess að leggja áherslu á það að verk-
efni höfundar er erfitt og byrjunarörðugleikar hljóta að setja mark sitt á bók sem
þessa. Það er því von mín að þær athugasemdir sem ég hef gert hér að framan
verði ekki til þess að draga úr Magnúsi Péturssyni í því verki sem hann er að
vinna og hlýtur að teljast mjög þarft. E. t. v. geta einhverjar af þessum athuga-
semdum komið að gagni við endurútgáfu ritsins. Raunar tel ég, og tala þá af eigin
reynslu, að kennslubækur hljóti að verða að mótast talsvert í notkun og tilrauna-
kennslu, og sennilega hefði Drög að hljóðkerfisfrœði haft gott af því að ganga
meðal kennara og sérfræðinga í handriti meira en hún virðist hafa gert. En hér
átti höfundur sjálfur erfitt um vik, þar sem hann dvelur erlendis, og yrði sökin
hér, ef einhver er, þá e. t. v. að skrifast á aðra aðstandendur útgáfunnar.
Kristján Árnason
Stofnun Arna Magnússonar,
Reykjavík