Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 257
Af starfi Islenska málfræðifélagsins
íslenska málfræðifélagið var stofnað á fjölmennum fundi í Ámagarði,
1. desember 1979. Þar vom samþykkt lög fyrir félagið og kosin stjóm
til eins árs. í stjórn vom kjörnir: Kristján Ámason, formaður, Jón
Friðjónsson, gjaldkeri, Stefán Karlsson, ritari, og Helgi Guðmundsson,
meðstjómandi. Höskuldur Þráinsson var kosinn ritstjóri tímaritsins ís-
lenskí mál, með setu í stjóm.
Meginmarkmið félagsins er að standa fyrir útgáfu íslensks máls, en
auk þess að gangast fyrir fræðslufundum um málfræðileg efni. Óþarft
er að fjölyrða hér um tímaritið, en á þessu fyrsta starfsári hafa verið
haldnir sex fræðslufundir á vegum félagsins, og hafa þeir flestir verið
vel sóttir.
Á fyrsta fundi félagsins, sem haldinn var 3. janúar 1980, ræddi
Svavar Sigmundsson um íslenska samheitaorðabók, sem hann hafði
unnið að fyrir gjafafé Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur.
Fundurinn var fjölsóttur, og urðu allmiklar umræður.
Annar fundur félagsins var haldinn 12. apríl. Þar var tekin til um-
fjöllunar nýútkomin kennslubók í málfræði eftir Kristján Árnason (ís-
lensk málfræði. Fyrri hluti.) Fummælendur vora Arnór Hannibalsson,
Baldur Ragnarsson og höfundurinn, Kristján Ámason. Þeir fyrmefndu
gerðu grein fyrir skoðunum sínum á efni og framsetningu bókarinnar,
og Baldur ræddi um reynslu sína af að kenna hana (sjá ritdóm hér í
tímaritinu). Höfundur ræddi síðan athugasemdir hinna frummælend-
anna. Fundur þessi var langur og fjölmennur.
Þriðji félagsfundurinn var haldinn 19. apríl. Þar ræddi Ernir Snorra-
son sálfræðingur um taugasálfræði og málvísindi og athuganir á mál-
stola sjúklingum (afasíusjúklingum). Var þessi fundur fjölsóttur sem
hinir fyrri, og þótti erindi Emis hið fróðlegasta.
Fjórði fundur félagsins var haldinn 25. ágúst. Frammælandi var Joan
Maling frá Brandeis-háskóla í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hún