Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 10
8
Ásgeir Bl. Magnússon
*skgddu), sbr. nno. skodde (skadde) kvk. og fær. skadda, skodda,
‘þoka’, skylt gotn. skadus ‘skuggi’. Á öðrum stað (Ásgeir Blöndal
Magnússon 1981) hef ég vikið að orðum eins og hglkn : hólkn, tólg,
gójla kvk. og goglu-, góglu- og göglumœltur lo. sem vel mega heyra hér
til; sama á líklega við um tvímyndir eins og hoddu- og höddunefur kk.
og notru- og nötrugras hk. Ýmsar af þessum víxlmyndum með o í stofni
eru staðbundnar, sumar við lítið svæði, eins og t. d. stokk hk. og slokk
kvk., og sýnast vera einskonar jaðarfyrirbæri. Tæpast verða greind
ákveðin sérkenni í hljóðfari viðkomandi orða sem gætu átt þátt í varð-
veislu o-hljóðsins (p); þó sýnast uppmælt gómhljóð þar alltíð, hvort sem
þau eiga hér nokkum hlut að eða ekki.
Svipuðu máli gegnir um tvíhljóðun (forna) ^-hljóðsins, sem talið er
að hefjist um eða uppúr 1400. Þar gætir ýmissa eftirleguorða, sem ekki
hafa sætt viðkomandi hljóðbreytingu — og þá fyrst og fremst á jaðar-
svæðum fjarri upphafsstöðum þessarar tvíhljóðunar. Fyrir koma tví-
myndir eins og eki/œki, exli/œxli, gerdag/gœrdag, geskur/gæskur,
kreða/kræða, krekja/krækja, skrepa/skræpa o. fl. Á þetta ekki síst við
um Austurland, enda vitað að hljóðbreyting þessi barst þangað tiltölu-
lega seint og var ekki að fullu um garð gengin í byrjun 17. aldar (sbr.
t. d. Hreinn Benediktsson 1977:28-29). Á Vestfjörðum má og finna
ýmis eftirleguorð af þessum toga. Ýmsar fleiri hljóSbreytingar mætti
nefna, þar sem svipað er uppi á teningnum, þótt segja megi að þær hafi
annars verið mjög almennar. En það skal ekki rakið frekar hér, heldur
vikið að því, sem vera átti aðalviðfang þessa greinarkorns, þ. e. ýmsum
undantekningum í sambandi við afkringingu y, ý, og ey.
2. Nokkrar eldri heimildir um kringdan framhurð
Það er ætlun manna að í forníslensku og allt fram undir siðskipti hafi
y, ý og ey almennt verið borin fram kringd, y líkt og stutt danskt y eða
þýskt u, ý sem langt hljóð af svipaðri gerð, en ívið nálægara og hafi sá
munur á nálægð ágerst eftir því sem á leið. Um framburð ey er ekki
fullvíst, en ljóst er að tvíhljóðið hefur verið kringt, sbr. nno. <þy [öi] og
fær. oy [oi], en menn hefur m. a. greint á um hvort kringingin (í físl.)
hafi náð til beggja hluta þess eða aðeins til hins síðara. Nokkur dæmi
eru um afkringingu y í einstaka orðum fyrir 1500, jafnvel á 13. öld, en
þau eru bundin við áherslulitlar orðmyndir, eins og ifir f. yfir, firir f.
fyrir, skildi (so.) f. skyldi, þikja (so.) f. þyk{k)ja.