Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 11
Um kringdan framburð y, ý og ey í íslensku 9
Um og upp úr 1500 fer afkringing y, ý og ey aS láta verulega til
sín taka (sbr. Bjöm K. Þórólfsson 1929:241-243; Hreinn Benedikts-
son 1977:33 o. áfr.). ÞaS ferli tekur aS sjálfsögSu tíma, og á einstaka
afmörkuSum svæSum sýnist kringingin hafa haldist fram um 1600 a.
m. k. (sbr. Kvœðabók séra Gissurar Sveinssonar:20-22). Skemmtilegt
dæmi um varðveislu kringds y á Austfjörðum er rakið í grein Hreins
Benediktssonar sem áður hefur verið vitnað til hér. Þá virðist svo sem
ey hafi á einstaka stöðum, helst norðanlands, afkringst fyrr en y og ý
(sjá Björn K. Þórólfsson 1925:xxi). Um þessar mundir em orðnar
miklar breytingar á íslenska sérhljóðakerfinu, eigindamunur (áður) sam-
svarandi sérhljóða langra og stuttra hefur vaxið, sum löngu sérhljóðin
eru orðin tvíhljóð, stutta «-ið hefur færst fram og lækkað og er því
hvorki nálægt né uppmælt lengur, au hefur breyst að hljóðgildi og færst
nær nútímaframburði og hljóðdvalarbreytingin er að byrja að láta til sín
taka. Upp úr 1600 em nálægu frammæltu kringdu sérhljóðin (y, ý og
svo ey) almennt horfin úr málinu, runnin saman við i, í og ei. Þó sér
þeirra enn merki í nokkrum framburðarmyndum og skal nú að því
vikið.
Þegar á 18. öld veittu menn þessu athygli. Eggert Ólafsson nefnir í
ritum sínum (sbr. Árni Böðvarsson 1951, Hreinn Benediktsson 1977:
37) nokkur dæmi um leifar hins kringda framburðar eins og dur f. dyr,
glumur f. glymur, kiurka f. kyrkja (so.), kiurr f. kyrr, lucklar f. lyklar,
tugari f. lygari, naudsun f. nauðsyn, skuldugur f. skyldugur, uckur f.
ykkur, udur f. yður, ufur um f. yfir um, tugur f. tygur eða tigur og
sagnmyndirnar flutia f. flytja, smuria f. smyrja og spur f. spyr.
Eitt dæmi nefnir Eggert um varðveislu hins kringda framburðar á ý,
þ. e. a. s. diurd f. dýrð, og eitt um ey, Raukiolt f. Reykholt (sbr. Hreinn
Benediktsson 1977:38). Jón frá Grunnavík víkur einnig að þessu efni í
orðabók sinni (handrit — sjá heimildaskrá) og tilfærir þar framburðar-
myndir eins og flugsa f. flyksa, kiurr f. kyrr, kiussa f. kyssa, skiur f.
skyr, skiurpa f. skyrpa og udur f. yður. Hann nefnir og tvímyndir eins
og kraumar/kreymar ‘sjóða hægt’. Sveinbjörn Egilsson (Lbs. 447 4to —
sjá heimildaskrá) nefnir til orðmyndir eins og drukkur f. drykkur, dur
f. dyr, flutja f. flytja, uður f. yður og ukkur f. ykkur. í grein sinni ‘Zur
neuislándischen Grammatik’ í Germania (1882) víkur Bjöm M. Ólsen
að þessu efni og tilfærir orðmyndir eins og drukkur, forusta, kjur,
lurgur, ufrum og fussum fey og sagnmyndimar bruðja, flutja, krufja,
kjussa, stuðja og sturma (sbr. styrma, stumra). Þá kemur og Stefán