Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 12
10
Ásgeir Bl. Magnússon
Einarsson að orðafari af þessu tagi (miðasafn — sjá heimildaskrá) og
nefnir framburðarmyndir eins og flutja, kjurkja, ruðja, smurja og spurja
og vitnar þá m. a. í vestfirska og vestlenska heimildarmenn. Stefán til-
færir líka (austur)skaftfellsku orðmyndina faura f. feyra kvk. sem vitni
um staðbundna leif kringds framburðar á ey.
Ég hef drepið hér á nokkur eldri skrif um þessi efni og ætlunin er að
meta frekar í næsta kafla einstakar tilfærðar orðmyndir og bæta í safnið
fáeinum öðrum sem ég hef rekist á, m. a. í starfi mínu við Orðabók
Háskólans.
3. Mat eldri heimilda
Ekki eru allar þær orðmyndir, sem getið var hér að framan, jafn-
traust vitni um varðveislu kringds framburðar á y, ý og ey. Það á t. d.
við um orðið tugur, sem er víxlmynd við t<f>gr og togr en ekki orðin til
úr *tygur. Þá má og efast um gildi orðmynda eins og lucklar og dur í
þessu sambandi. í fyrra tilvikinu er líklegast að til komi varðveisla
fornrar beygingar (sbr. físl. et. lykill, lykil, lukli, lykils — ft. luklar,
lukla, luklum, lukla). ÞaS er öllu ósennilegra um framburSarmyndina
dur f. dyr, en þó er þess að gæta að þgf. og ef. ft. var að fomu durum,
dura og þessar beygingarmyndir kunna að hafa haft áhrif á varðveislu
varaðs sérhljóðs í staðbundnum framburði orðsins. Þá má og draga í
efa að n-ið í viðlið framburðarmynda eins og forusta og nauðsun sé
vitni um kringdan framburð y í þessari stöðu. Hér kynnu áhrifsbreyt-
ingar að segja til sín — orðið forusta gæti hafa fengið u til samræmis
við þjónusta, fullnusta og hollusta og hin algenga nn-ending kvk. orða
haft áhrif á viðlið orðsins nauðsyn. Ekki er vitnisburður sagnamynda
eins og bruðja, flutja, krufja, ruðja, smurja, spurja og stuðja heldur með
öllu óyggjandi, þannig að ekki komi þar til greina nein áhrif frá öðmm
beygingarmyndum (þ. e. þt. og lh.þt.). Þessa kringda framburðar gætir
t. d. ekki í /ön-sögnum eins og byrja, kyrkja eða nytja né heldur í öðram
/nn-sögnum eins og t. d. bylja, dylja, hylja, mylja og rymja, þar sem
grannhljóð y-s ættu þó að stuðla að varðveislu varaðs framburðar. Þá
kemur það til að tíðni og meðferð n-hljóðsins í nt. fyrrgreindra sagna
er ekki að öllu samsvarandi. í flestum þeirra er það helst notað í nh.
og bh. og eitthvað í ft., en t. d. ekki í fh. et., ekki sagt t. d. ég bruð,
flut, kruf, ruð né stuð. Aftur á móti tíðkast et. myndir eins og spur og
smur af so. spurja og smurja, og spur kemur m. a. fyrir sem rímorS í