Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 13
Um kringdan framburð y, ý og ey í íslensku
11
Bernótusrímum sem taldar eru ortar af Vestlendingi snemma á 19. öld
(sbr. t. d. Finnur Sigmundsson 1966 1:70-71 og 11:104-105).
Svo virSist sem u í nt. áðurnefndra sagna, annarra en spyrja og
smyrja, sé því tengt að á eftir fari samhljóðaklasi, samhlj. + / eða samhlj.
+ 8, d eða t, líkt og í þt. og lh.þt. Að öllu þessu athuguðu gæti manni
helst dottið í hug að kringingin í so. eins og spurja og smurja væri
gömul arfleifð og hinar hefðu svo fylgt í kjölfarið, e. t. v. meðfram fyrir
einhver áhrif frá þt.-myndum. t/-framburður í nt. sumra áðurgreindra
sagna a. m. k. hefur vísast verið fremur fátíður og bundinn að mestu við
Vestfirði og einhver svæði nyrðra og e. t. v. eystra. Jón frá Grunnavík
og Jón Magnússon, sem kalla má að verið hafi samtímamenn og ná-
grannar Eggerts Ólafssonar, virðast ekki þekkja hann, a. m. k. geta þeir
hans ekki í ritum sínum (sjá heimildaskrá). Þá má og nefna í sambandi
við þessa upptalningu að tvímyndir eins og glymur/glumur og skyld-
ugur/skuldugur eru ekki fullgildar heimildir um varaðan framburð á y,
með því að orðmyndir þessar koma allar fyrir í fornu máli og er hér um
að ræða víxlan milli hljóðverptra og óhljóðverptra orða af sama toga.
Af þeim orðmyndum, sem vikið hefur verið að hér að framan og
taldar hafa verið til vitnis um varðveislu kringds framburðar á y, verða
eftirfarandi að teljast fullgildar: drukkur, flugsa, kjurkja, kjurr, kjussa,
lugari, lurgur, skjur, skjurpa, sturma (stumra), uður, ufrum og ukkur.
Sennilega heyra sagnamyndir eins og smurja og spurja hér til og þá
kannski líka bruðja, flutja, krufja, ruðja og stuðja. Þá má vera að fram-
burðarmyndin dur tilheyri þessum flokki, þótt ekki sé það öruggt, vafa-
samara er um forustu og nauðsun. Um allar þessar orðmyndir nema
lugari og nauðsun eru fleiri heimildir og margar þeirra tíðkast enn í
málinu, þótt flestar séu þær svæðisbundnar.
Um varðveislu á kringdu ey eru dæmi eins og Raukiolt og faura
sæmilega örugg. Jón frá Grunnavík nefnir líka, sem fyrr segir, sagn-
myndina kreyma ‘krauma’ (um hæga suðu), og um hana höfum við
raunar ekki önnur dæmi, en vart sýnist ástæða til að draga hana í efa.
Engin önnur dæmi eru um framburðarmyndina diurd f. dýrð sem Egg-
ert Ólafsson nefnir til vitnis um varaðan framburð á ý, og raunar ekki
ljóst hverskonar hljóð iu á að tákna í þessu tilviki. Tæpast getur það
verið jú, með því að ý var frammælt hljóð og harla ólíkt hinu upp-
mælta ú-i, þar sem y og ey voru hinsvegar ekki ósvipuð u og au í fram-
burði, er komið var fram undir 1500, og gátu því tengst þeim hljóðum.
E. t. v. á iu að tákna einskonar tvíhljóð þ. e. í með stuttu kringdu fylgi-