Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 14
12
Ásgeir Bl. Magnússon
hljóði eða skriði, en með því að orðmynd þessi er einangruð og engin
önnur (mér kunn) dæmi um varðveislu á kringdum framburði á ý, er hér
tómt mál um að tala. Tilgáta Björns M. Ólsen um að uh. fussum (fey)
geymi stytt ý (þ. e. y <Cý : fussum < *fyssum < *fýssum) úr uh. fý er
harðla vafasöm og raunar ólíkleg, sbr. algenga sérhljóðavíxlan í uh. af
þessu tagi; ísl. fú, f{h)u, fý, fey, nno. f0y, d. f0j og fy og fær. fý\ sbr.
einnig ísl. fúss hk. og fær. fussa ‘þvaðra’ sem vel geta verið af þessum
toga. Um orðmyndir þær sem drepið hefur verið á hér að framan verður
annars ekki frekar rætt, en rétt er þó að nefna það að sagnmyndin
sturma (yfir), sem B. M. Ólsen hafði dæmi um af Vestfjörðum, svarar
til físl. styrma yfir ‘þyrpast um’ eða þ.h. í nísl. virðist hún (þ. e. sturma)
hafa sætt hljóðavíxlan og blandast annarri sögn, stumra, af óskyldum
toga. Þá má geta þess að Jón frá Grunnavík tilfærir víxlmyndir með y
[1] af drulla kvk. no./so. (‘skítur, skíta’), en getur þess til að þær muni
upp komnar fyrir hæversku sakir, og má það vel vera.
4. Frekari dœmi um kringdan framburð y og ey
4.0
í þessum kafla mun ég nefna til viðbótar nokkur orð sem ég hef rekist
á og ætla má að heyri hér til. Þau varða ýmist framburð á stuttu y eða
þá framburð ey, en af einhverjum ástæðum viröast ekki hafa varðveist
dæmi um kringdan framburð langa ý-sins (nema þá áðurnefnt diurd f.
dýrð).
Ég vík þá fyrst að orðmyndum sem sýnast hafa varðveitt varaðan
framburð stutta y-sins. Fyrst eru taldar orðmyndir sem telja má nokkuð
öruggar eSa auSskýrSar, en síSan er vikiS aS orSmyndum þar sem skýr-
ingin er meiri vafa undirorpin. Loks eru talin dæmi sem virðast benda
til kringds framburðar ey.
4.1
4.1.1
í listanum hér á eftir er þess getið aftan við hverja orðmynd frá
hvaða tíma, hvaða öld, elstu heimildir mér kunnar um hana eru.
byðna kvk. (17. öld)/buðna kvk. (19. öld) ‘kirna, ker’. Orðið er vísast í ætt við
kerheitið Boðn, sbr. og nno. bune kvk. (ft. bydnor) og fe. byðne, byden ‘ker’.
Af sama toga er líklega vestfirska orðið buðningur kk. sem haft var um
grjótgirt aðgerðarpláss fisks (á fjörukambi) og hefur e. t. v. fengið nafn af
lifrarköggum er þar stóðu.