Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 15
13
Um kringdan framburð y, ý og ey í íslensku
byrðsla kvk. (19. öld)/busla kvk. (19. öld) ‘milligerð’ (t. d. í fjósi). Orðið er leitt
af borð «*burðislön) og hefur raunar afbakast og blandast á ýmsan hátt,
en hin staðbundna framburðarmynd busla virðist geyma forna kringingu
y-sins.
drylla kvk. (17. öld)/drulla kvk. (19. öld) ‘ker, kirna’. Drylla (drilla) kemur líka
fyrir í merkingunni ‘skessa, hrokakvendi’, en slík merkingarvíxlan er þekkt
úr ýmsum orðum, sbr. t. d. strilla. Drylla er líklega í ætt við fno. viðurnefnið
dryllr og hugsanlega skylt nno. droll ‘sívalur langur hlutur; stirðlegur maður
jafnvaxinn á bol ...’.
drymbill kk. (18. öld)/drumbill kk. (18.öld) ‘dordingull’, líkl. skylt nno. drumbe
kk. ‘stór vespa’, sbr. e.máll. drumble-d(r)one ‘hunangsfluga’ og nno. drumbe-
meelt ‘holhljóða’ (upphaflega hljóðgervingur). Tæpast sama orð og drymbill
‘smádrumbur’.
dyrglast (yfir) so. (físl.)/durlast (yfir) so. (17. öld) ‘fyrnast yfir, falla í gleymsku’.
Orðin eru líkl. í ætt við dorg og dyrgja ‘dorga’ og durgur kvk. ft. ‘lélegar
flíkur, larfar’ og upphafleg merking e. t. v. ‘draga yfir’ e. þ. u. 1.
flys hk. ft., flysjur kvk. ft. (nísl.)///«i hk. ft., flusir kvk. ft. (nísl.) ‘einsk. skinn-
sokkar, leggvefjur úr steinbítsroði’. Orðmyndir þessar eru staðbundnar við
Vestfirði og sjálfsagt tengdar so. flysja, sbr. og þátíðarmyndina flusti.
fuðryttumát hk. (físl.)/fuðrutta, fuðrytta kvk. (í rímum laust eftir 1500) ‘sér-
stakt, skammarlegt mát í tafli’. Sennilega er hér um varðveislu kringds fram-
burðar að ræða fremur en að «-ið í viðliðnum sé inn komið til samræmis
við forlið eða fyrir vörun á [i] (elstu handrit viðkomandi rímna, Mágusar-
rímna, eru frá 17. öld — sjá Björn K. Þórólfsson 1934).
gyggja, gigg(j)a til so. (17. öld)/gjugga til so. (Orðabók Blöndals) ‘gjögta, mjak-
a(st) til, fara úr lagi...’. Einnig kemur fyrir staðbundna sagnmyndin gykja
í svipaðri merkingu. Orðmyndir þessar eru allar ættaðar frá físl., sbr. físl.
so. gyggva ‘skelfa e-n’ og óp. notkunina e-m gyggvir ‘e-r hrekkur við, kipp-
ist til af ótta’.
hnybba, hnibba so. (18. öld)/hnubba so. (17. öld) ‘stanga, reka hausinn í e-n’.
Orðið er efalítið skylt so. hnufra í svipaðri merkingu og hnufur hk. ‘hnubb,
ýfingar’, sbr. hnyfringur.
hnyðrildi hk. (m&\.)/hnuðrildi hk. (nísl.) ‘e-ð hnöttótt eða hnellið’; sbr. hnyðr-
ildislegur ‘hnellinn, buddulegur’, skylt hnoðri.
hnyfringur kk. (nísl.)/hnufringur kk. (nísl.) ‘örðugleikar, andstaða, barningur’,
sbr. hnufra so. og hnufur hk; sjá hnybba.
kisa kvk. (19. öld), kysja kvk. (nísl.)/kjusa kvk. (nisl.) ‘smávindhviða (á sjó),
vindgárar á vatnsfleti’. Orðmyndin kisa er langalgengust, en kysja og kjusa
bundnar við tiltekin svæði á Vestfjörðum. Ætla mætti að hér væri á ferð
katarnafnið kisa, sbr. d. kattepoder og ísl. kattarfœtur, kisuspor um golu-
bletti á sjó og væri þá um einsk. tökumerkingu að ræða. Orðmyndirnar kysja
(kisja) og kjusa mæla þó fremur gegn því, en þær gætu verið í ætt við kjós
og kúsi og átt við gára eða smábylgjur, sbr. nno. kusa ‘beygja (sig)’ og sæ.
máll. kysjog ‘í ólögulegum (krumpuðum) flíkum’, eða verið hljóðgervingar
og þá vísað til þythljóðs golunnar, sbr. nno. kysja ‘sussa, raula (barn) í svefn’