Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Síða 18
16
Ásgeir Bl. Magnússon
afkringst, sbr. t. d. stirðbusi/sturbusi, lim hk./lum, firn/furn, rigsa/
rugsa so. og rig hk. ‘hreyfing, sveifla, hreyfing bagga á klyfberum’/rug
hk. (sama merking), sbr. eftirfarandi IjóSIínur úr kvæði frá 17. öld sem
eignaS er Bjarna Gissurarsyni: „Ábatinn var rýr í rugum/róið var ekki
úr landabugum“.
4.1.2
Ég skal nú víkja að fáeinum orðmyndum í viðbót, þar sem víxlast á
i, y og u í stofni, en vafasamara er um uppruna þeirrar víxlanar heldur
en í þeim orðum sem áður eru upptalin.
í orðabók Jóns frá Grunnavík (handrit) er tilfærð so. bulta ‘steypa
eða velta um’ og no. bult hk. ‘umrót ...’, og kemur sú orðmynd, þ. e.
bult, í svipaðri merkingu fyrir þegar í Orðabók Guðmundar Andrés-
sonar (1683). Jón nefnir líka so. bylta og nafnorðin bylta og bylting.
Enginn efi er á að þessi orð heyra öll saman. Hitt er efamál hvort so.
bulta er ö/i-sögn nafnleidd af bult eSa kringd framburSarmynd af so.
bylta. Jón greinir ekki frá beygingu so. bulta, hvorki í nt. né þt., en það
gæti gefið vísbendingu, þótt það skæri ekki úr, því að „óhljóðverpt“ so.
af þessu tagi mundi vísast laga sig að ö/i-sögnum. Hér verður því ekki
úr skorið; þó virðist mér sem samsvaranir eins og bulta um/bylta um
bendi fremur til þess að hér sé um mismunandi framburðarmyndir sömu
sagnar að ræða.
í íslensku nýmáli kemur fyrir kvk.-orðið fluðra um fljótfæran og flas-
gjaman kvenmann, en einnig eru dæmi um orðið flyðra kvk. allt frá því
snemma á 19. öld a. m. k. og í merkingunni ‘léttúðardrós, gleðikona’.
Ætla mætti að hér væri um einhver tengsl að ræða, jafnvel að þetta
væru tvímyndir sama orðs. Svo mun þó ekki vera — orðið jlyðra ‘gleði-
kona’ er vísast komið inn í málið frá Hafnarstúdentum og runnið frá
einskonar orðaleik í sambandi við danska orðið luder.
Ekki er fullljóst hversu háttað er tengslum milli nirfill kk. og nurla
so. Orðið nirfill kemur ekki fyrir í fornu máli og því m. a. óvíst um
upphaflegt stofnsérhljóð þess, þótt það sé nú venjulega ritað með i.
Sennilegast er að orðið sé í ætt við njörvi kk., njörva so. og nirva so.
og upphafleg merking orðstofnsins sé ‘naumur, þröngur’ e. þ. u. 1.,
sbr. Njörvasund. Nirfill væri þá <C *nerwiIaR og hefði átt að sæta i- og
v-hljóðvarpi og verða *nyrvill, sbr. nno. n/rle hk. (kvk.) ‘smávaxinn
monthani’, sæ. máll. nyrvil ‘umskiptingsstrákur, hnósi’. Ef upprunanum
er svo háttað, liggur nærri að ætla að so. nur{f)la hafi varðveitt foma