Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 19
Uin kringdan framburð y, ý og ey í íslensku
17
kringingu stofnsérhljóðsins. Hafi stofnsérhljóð orðsins nirfill hinsvegar
verið i hefur það varast í sögninni á undan -rfl-.
Þá er það no. stimba kvk. ‘stybba, þungt loft’ (19. öld) — einnig
koma fyrir stumba kvk. og stumpa kvk. í sömu merkingu, og mig minnir
að ég hafi heyrt kvk.-orðið stimpa í þessari veru. Orðmyndirnar með
-mb- eru vísast upphaflegri og víxlmyndirnar með -mp- uppkomnar á
einhverjum (fornum) svæðismótum raddaðs og óraddaðs framburðar.
En eru stimba og stumba þá mismunandi framburðarmyndir sama orðs-
ins, þ. e. <f.*stymba, og hefur stumba varðveitt kringda y-hljóðið, eða
er hér um hljóðskipti að ræða, eða er stimba (*stymba) e. t. v. hljóð-
verpt mynd af stumbaP. Úr þessu er erfitt að skera. Skyld orð koma þó
fyrir í grannmálunum, sbr. sæ. máll. stimma, stimba (sterk so.) ‘lykta,
gufa upp’ og stamma (sama merk.); nno. stamba ‘lykta illa’. A. Torp
(1919) og A. Torp og H. Falk (1909) ætla að orð þessi hafi forskeytt s
og séu af sömu rót og demba, dimmur og dumba, og er þaS harSla
ólíklegt, en sennilegra miklu að þau séu af rótinni *stem-bh- ‘fastur,
þéttur e. þ. h.,’ og eigi m. a. viS þungt loft og þétta gufu, sbr. einnig
fær. stimbur ‘festa, styrkur, þéttleiki’, mhþ. stump/b ‘þögull’ og físl.
stamba ‘stumra yfir, annast’. Sem fyrr segir verður tæpast úr því skorið
hversu tengslum stimba og stumba er háttað, en mér finnst einfaldast
að líta á þessi orð sem tvímyndir runnar frá móðurorðinu *stymba.
Ýmis fleiri orð mætti nefna þar sem i og u víxlast á í stofni, en óljóst
er hversu sú víxlan er tilkomin. í íslensku nýmáli koma t. d. fyrir tví-
myndir eins og slimpa (slympa) og slumpa kvk. í merkingunni ‘sloppur,
úlpa’ og mætti ætla að hér væru á ferð tökuorð — sbr. ósamlagað -mp-
— sem svöruðu til ísl. slyppa ‘úlpa’, en ekki liggur ljóst fyrir hvaðan
þau eru komin. Þá þekkjast og tvímyndimar strympa kvk. (17. öld) og
strumpa kvk. (19. öld) um tréausu, niðurmjóa fötu, uppmjótt tréílát
o. fl. Orð þessi eiga sér samsvörun í nno. strympe, strumpe kvk., ‘mjó
kima ...’ og gætu verið tökuorð úr norsku, þótt svo þurfi ekki að vera
— og þá ef til vill komin inn í íslensku áður en afkringing y-s fór að
láta verulega til sín taka. Fleiri vafaorð mætti tína hér til, en því verður
sleppt að sinni.
4.2
Ekki virðast mörg dæmi um varðveislu kringds framburðar á ey,
enda var það sérhljóð öllu fátíðara í málinu en y. Þess er áður getið að
ey sýnist hafa afkringst fyrr en y á einstaka svæðum á landinu, einkum
íslenskt mál III 2