Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Qupperneq 20
18
Ásgeir Bl. Magnússon
nyrðra, en vafasamt er að það atriði skipti hér máli. Áður eru nefnd
dæmi eins og faura (/feyra), Raukiolt (/Reykholt) og krauma (/kreyma)
sem vitni um varðveislu kringingarinnar og mega þau teljast nokkuð
örugg. Þá er og sennilegt, þótt ekki verði það beinlínis sannað, að
bæjamafn eins og Rauðará sé orðið til úr Reyðará, enda það nafn þekkt
víðar á landinu. Eins er ekki ólíklegt að fjallsheiti eins og Baula sé
orðið til úr *Beyla, en það nafn kemur fyrir í örnefnum hérlendis um
hæðir eða fjallsbungur (sbr. Hreinn Benediktsson 1977:38), sbr. og
samnafnið beyla kvk. ‘kryppa’ og lo. beylhryggjaður ‘með herðakistil’.
Þá þekkist og bh.-myndin haurðu fyrir heyrðu í staðbundnum fram-
burði. Líklegt má og telja að sagnmyndin skraufa ‘skrjáfa’ sé fram-
burðarmynd af skreyfa (sama merking), og sennilega er hið forna sverSs-
heiti skreyfir sömu ættar og merkir þá ‘hið gjalla’; af sama toga em
vísast nno. skroyva so. ‘hósta hátt’ og ísl. skrofa kvk. ‘hávær kona;
fuglsheiti’. Svo virðist sem sverðsheitið skreyfir sé leitt af jan-sögn
*skreyfa og síðari ön-sagnbeyging á skraufa og skreyfa (19. öld, Orða-
safn Schevings) þá uppkomin vegna hins (að því er virtist) óhljóðverpta
stofnsérhljóðs í skraufa. Af sama toga og skraufa og skreyfa er lo.
skrauf(á)þurr. Líklegt er og aS lo. maursoðinn ‘ofsoðinn’ geymi í forliS
kringdan framburð á lo. meyr. Eins sýnist hin staðbundna sagnmynd
tauga ‘drekka ört, sloka í sig’ varðveita kringdan framburð so. teyga
í sömu merkingu, en sögn þessi er nafnleidd af teygur kk. ‘vænn sopi
. ..’. Þá er og líklegt að laumingur kk. (18. öld) ‘leynd’ sé kringd fram-
burðarmynd af leymingur kk. (18. öld) (sama merking) — au-ið er
tæpast komiS frá so. lauma.
Sumstaðar á landinu, einkum á Vestfjörðum og nyrðra, þekkist orðið
staulur kvk. ft. í merkingunni iangir fætur, býfur’ einnig um frampart
af kind og besta (eða fyrsta) hluta e-s, t. d. tímaeiningar eins og dags.
Þar þekkist og orSmyndin steilur um býfur, stórgripafætur, jafnvel
borð- og stólfætur og fiskrár og frampart af sauðarskrokk. Syðra, eink-
um suðaustanlands, tíðkast orðmyndin steilur (17. öld) um frampart af
kindarskrokk, skammrif og besta hluta e-s tíma, því bregSur þó aSeins
fyrir aS hún sé höfS um fætur og örfá dæmi eru um aS orSmyndin staulur
sé höfS um stórgripafætur og fyrri hluta einhvers tímaskeiSs. Þá er þess
aS geta aS Björn Halldórsson (OrSabók) segir aS steilur merki líka bratta
fjallvegi og má vera aS hann hafi þá í huga örnefniS Steilur um bratt-
lendiS milli Kollsvíkur og Hælavíkur. Líklegt má telja aS staulur og
steilur séu mismunandi framburSarmyndir sama orSs, þ. e. steylur, og