Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Síða 21
Um kringdan framburð y, ý og ey í íslensku 19
orðmyndin staulur geymi forna kringingu þess. OrSiS væri þá skylt stauli
kk. og staulast so., fær stoyla ‘brúSarmær’ og nno. staule kk. ‘stöng eSa
bútur sem tengir tvo hólka’ (önnur skýring hjá A. Torp 1919); vísast
eru sænsku mállýskuorSin stöyl ‘koma þjótandi, steypast’ og stúl ‘reika
til, stúpa’ líka af þessum toga. Upphafleg merking orSstofnsins virSist
vera ‘stafur, stilkur’ e. þ. h. og önnur tákngildi nafnorSa og sagna hafa
æxlast þaSan.
Vestanlands, einkum miSsvæSis, eru dæmi um so. gauma (að), ‘gaum-
gæfa’. Þá bregður þessari orðmynd fyrir í kveðskap frá 17., 18. og 19.
öld og virðist einnig þar tengd Vesturlandi. Nú mætti hugsa sér, að hér
væri á ferð venjuleg ön-sögn, leidd af no. gaumur, sbr. nno. gauma so.,
en vitnisburður Guðmundar Andréssonar bendir til að svo sé ekki. í
orðabók hans (1683) eru tilfærðar tvær sagnmyndir þessarar ættar,
annarsvegar gaume-gaumde ‘prospecto’ og hinsvegar geime-geimde
‘servo’ og eru þær ekki aðeins aðgreindar að hljóðfari, heldur og merk-
ingu, þar sem gauma er látin merkja ‘gaumgæfa’ en geyma ‘varðveita’
og tákngildi hinnar upphaflegu sagnar þannig skipt á milli þeirra. Allt
rennir þetta stoðum undir þá skoðun að gauma sé framburðarmynd af
geyma sem varðveiti enn hinn kringda framburð ey-sins.
Öllu vafasamara er um tvímyndirnar beysta og bausta, ‘berja’, þ. e.
hvort þar er um að ræða mismunandi framburðarmyndir sama orðs eða
hliSstæSar sagnir, aSra /-hljóSverpta en hina ekki. Sagnmyndin beysta
kemur fyrir þegar í físl., en elstu dæmi um bausta eru frá 17. öld „at
bausta og banga“ (Orðabók Guðmundar Andréssonar). í Skíðarímu,
sem talin er frá síðari hluta 15. aldar, en geymst hefur í handritum frá
18. öld (sjá Bjöm K. Þórólfsson 1934), finnst sagnmyndin bysta: byst
og bart sem vísast til er stytting eða afbökun úr beysta (þ. e. beyst og
barit), en sú sögn virSist annars hafa týnst úr daglegu máli. Henni
bregSur aS vísu fyrir í skáldskap á 19. og 20. öld, en er þá sýnilega tekin
upp úr fommáli. Sagnmyndin bausta hefur hinsvegar lifað fram á
þennan dag, að vísu svæðisbundin og mest í afleiddri merkingu, þ. e.
‘bjástra, brauka’, sbr. og no. baust hk. ‘umstang, bauk, barsmíð’. Guð-
mundur Andrésson greinir ekki frá beygingu so. bausta, svo að það
getur ekki orðið hér til leiðbeiningar, enda ekki einhlítt hvort sem er.
í mæltu máli nú er sögnin beygð sem ön-sögn, svo sem eðlilegt má
teljast með hliðsjón af stofnsérhljóði. Vera má að sögnin hafi beygst
svo frá öndverðu og sé nafnleidd af baust kvk./hk. ‘barsmíð’, en nokkur
dæmi em um þá orðmynd, það elsta í Krókarefsrímum (sem taldar em