Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Síða 23
Um kringdan framburð y, ý og ey í íslensku 21
líklega verið borið fram [ou], en síðar, er dregur nær siðaskiptum, hefur
það verið farið að nálgast nútímaframburð sinn. Hvenær það hefur
fengið það hljóðgildi sem það hefur nú er þó ekki fullvíst. En af um-
sögnum Guðmundar Andréssonar í orðabók hans er ljóst að þá er sú
breyting um garð gengin og vísast fyrir nokkru. Sama kemur og fram
í umfjöllun öM-hljóðsins í málfræði Jóns Magnússonar (sbr. Finnur
Jónsson 1933) og orðmyndin þjösni<lþausni (með hljóðavíxlan) sýnist
staðfesta það; dæmi er um þessa orðmynd frá 18. öld, en vísast er hún
talsvert eldri. Ýmislegt fleira bendir til að breytingamar á hljóðgildi
au hafi verið með líkum hætti og áður er getið. í fomíslensku koma t. d.
fyrir sagnirnar daunsna og gaupna, af þeim æxlast svo (styttar) tví-
myndir í yngra máli, annars vegar dúnsna og gúpna (gúkna, gókna),
hinsvegar du(n)sna og gupna. Liggur nærri að álykta að stytting þessara
orða hafi í fyrra tilvikinu orðið meðan þau vom enn borin fram með
[ou], en í því síðara er framburður stofnsérhljóðsins var farinn að nálgast
[öy]. Þess er áður getið, að framburSi ey og au hafi veriS fariS aS svipa
saman í það mund sem ey tók að afkringjast. Til þess bendir og að svo
virðist sem stytting hvomtveggju hljóðanna leiði á tilteknu skeiði til
líkrar niðurstöðu, þ. e. þau verði u [y], sbr. támeyra/támura, eymstur/
umstur, umstrugur (orðabók Guðmundar Andréssonar); kraumfenginn/
krumfenginn, raumur/rumur.
5. Helstu niðurstöður
5.1
Ég hef hér aS framan fjallaS um fáeinar orSmyndir, sem sýnast hafa
varSveitt meS nokkram hætti foma kringingu sérhljóSanna y, ý og ey, og
skal í lokin víkja stuttlega aS þætti grannhljóSa og annarra hljóSfars-
legra atriSa í þessu sambandi.
Svo virSist sem varamælt samhljóS eins og b, p,mogf komi þar mjög
við sögu og jafnt hvort sem þau fara á undan eða eftir viðkomandi
sérhljóði, era ein sér eða í samhljóðaklasa. Þá sýnast og r og / eiga hér
drjúgan hlut að; og fari hljóð af þessu tagi bæði á undan og eftir við-
komandi sérhljóði sýnast áhrif þeirra enn ótvíræðari. Ýmislegt bendir
og til að y hafi frekar haldið kringingu sinni þar sem það hélst stutt á
undan samhljóðaklasa heldur en t. d. á undan einu samhljóði. Eggert
Ólafsson nefnir, svo sem fyrr greinir, orðmyndina diurd (f. dýrð) sem
dæmi um varðveislu kringds framburðar á ý, en getur t. d. ekki um
samskonar framburð á lo. eða no. dýr, og gæti þetta bent til áhrifa eftir-