Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 24
22
Ásgeir Bl. Magnússon
farandi samhljóðaklasa og þá e. t. v. jafnframt styttingar undanfarandi
sérhljóðs í þessu sambandi. Þá sýnist sérhljóðakringingin oft haldast í
áherslulitlum orðum eða orðhlutum, sbr. ufrum, uður, ukkur, froðu-
strukur og fuðrutta; og ef við tökum orð eins og forustu og nauðsun
sem gild dæmi um varðveislu kringingar á lítil áhersla viðliðar þar
vísast hlut að. Einstöku orð af þeim, sem fjallað var um hér að framan
og haldið hafa kringingu, falla þó lítt að þessari umhverfislýsingu, svo
sem kvk.-nafnorðið kjusa (/kisa) og sagnimar kjussa (/kyssa), gjugga
(/gigga, gyggja) og tauga (/teygá), en uppmælta gómhljóðið í síðustu
tveim orðunum kann þó að hafa haft sín áhrif. Af því sem hér hefur
verið rakið sést að það era að sumu leyti sömu grannhljóð og hljóð-
aðstæður, sem eiga þátt í varðveislu hinnar fomu kringingar y og ey
og þau sem stuðla að vörun á i bæði fyrir og eftir afkringingu frammæltu
kringdu sérhljóSanna.
5.2
Orð þau, sem að framan eru talin og sýnast hafa haldið arfteknum
kringdum framburði með nokkrum hætti, eru ekki mörg og dreifing
þeirra og útbreiðsla mjög misjöfn. Sumar þessar orðmyndir, eins og t. d.
kjur, drukkur, ukkur, subbinn, sufjaður, mu(ð)lingur o. fl. munu tíðkast
eitthvað í mæltu máli víðsvegar um land. Stundum hafa kringdu orð-
myndirnar orðið allsráðandi, og eru orð eins og skraufa, lurgur,
skrudda og snurða dæmi um þaS, en hin forna orSmynd skrydda
‘skjóða’ kemur síðast fyrir í samfelldum texta í Morðbréfabæklingum
GuSbrands biskups (um 1600 — sbr. seSlasafn OH). Hitt er þó algeng-
ast aS tvímyndimar meS u og au hafi aSeins haldist á afmörkuSum svæS-
um eSa í afskekktum landshlutum eSa séu strjálar og hverfandi eSa
þeirra sjái jafnvel aSeins staS í ritum frá liSnum tíma.
5.3
í þessari grein hefur verið fjallað um nokkrar orðmyndir sem virðast
geyma minjar um forna kringingu y, ý og ey. Ekki er sú umfjöllun
tæmandi, ýmsu er sleppt sem komið gæti til álita, t. d. so. snutra
(/snotra) (í orðabók Bjöms Halldórssonar) sem vel gæti verið úr
*snytra so., sbr. snytrir kk. sem vísast er sagnleitt no. Líka er sleppt tví-
myndum eins og hnylla (<C*knylia) ‘slá, ýta á ...’ og hnulla í svipaðri
merkingu, sem meir eru efa orpnar. Þá hef ég sneitt að mestu hjá
ýmsum ósamlöguðum orðmyndum úr yngra máli sem þó eru dálítið