Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 27
EIRÍKUR RÖGNVALDSSON
U-hljóðvarp og önnur a~ö víxl
í nútímaíslensku
1. Inngangur
Lengi hefur w-hljóðvarp í íslensku og öðrum norrænum málum þótt
áhugavert rannsóknarefni.1 Fyrstur mun Rask hafa fjallað um það í
Vejledning íil det lslandske eller gamle Nordiske Sprog (1811), og
„gerir t. d. ráð fyrir, að hljóðbreytingin a > ö í stofni orða í norrænu sé
til komin fyrir áhrif u, sem standi eða staðið hafi í endingum“ (Ásgeir
Blöndal Magnússon 1967:1). Síðan hafa fjölmargir ritað um n-hljóð-
varp, bæði í anda ungmálfræðinga og síðan frá strúktúralísku sjónar-
miði, og hafa skoðanir verið skiptar um margt. Eitt meginatriði var þó
lengstum sameiginlegt í allri þessari umræðu: Fjallað var um n-hljóð-
varp frá sögulegu sjónarmiði og gert ráð fyrir að það væri breyting sem
hefði orðið við ákveðnar aðstæður og á ákveðnum tíma, í eitt skipti
fyrir öll.
Með tilkomu generatífrar hljóðkerfisfræði var þess ekki langt að bíða
að farið væri að líta málið öðrum augum. Fyrsta vísbending þess kom
í doktorsritgerð Sigríðar Valfells (1967), og síðan í ýmsum ritum
Stephens R. Anderson (1969a,b, 1972, 1973, 1974). Bæði telja þau u-
hljóðvarp lifandi, samtímalega reglu í málinu, sem leiði hljóðfræðileg
yfirborðsform af baklægum grunnformum. Auk þeirra Sigríðar og
Andersons hefur einkum Oresnik (1975, 1977) skrifað um u-hljóðvarp
í nútímaíslensku frá generatífu sjónarmiði, en þeir Iverson (1978) og
Cathey & Demers (einkum 1979) um regluna í fornmáli.
Umfjöllun generatífista um u-hljóðvarp í íslensku tekur einungis til
víxla a og ö.2 En hið sögulega M-hljóðvarp fól miklu meira í sér. Noreen
1 Þessi grein var upphaflega samin sem prófritgerð í ársbyrjun 1981, en birtist
hér endurskoðuð og talsvert breytt. Ég þakka Höskuldi Þráinssyni leiðbeiningar
við samningu hennar, honum og Kristjáni Arnasyni fjölmargar gagnlegar athuga-
semdir við upphaflega gerð; og félögum mínum á stofu 306 margar góðar ábend-
ingar.
2 Til einföldunar eru alls staðar notuð stafsetningartákn í stað hljóðritunar eða
fónemískrar ritunar nema þar sem valdið gæti misskilningi.