Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 28
26
Eiríkur Rögnvaldsson
(1970:69 o. áfr.) telur upp alls 15 breytingar, sem orðið gátu við u-
hljóðvarp. Ein regla dugir til að lýsa þeim flestum:
(1) [ + atkvætt] [ + kringt]/—Co
+ nálægt
+ atkvætt
+ uppmælt
+ kringt
-r- langt
Þ. e., sérhljóð í næsta atkvæði á undan nálægu, uppmæltu, kringdu,
stuttu sérhljóði (u) kringist. í sumum tilvikum þyrfti að vísu að kveða
eitthvað nánar á um breytinguna. Víxl a og <p ([o], sem verður ö [œ] í
nútímamáli) voru þó alltaf langalgengust, og í nútímamáli eru það einu
víxlin sem máli skipta í beygingu. Því verður eingöngu fjallað um þau
hér á eftir, og m. a. leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
1. Hvaða reglur eru þarna að verki; hljóðkerfisreglur (fónólógískar
reglur), beygingarlega skilyrtar reglur (morfólógískar reglur), eða
hvort tveggja?
2. Ef þama er hljóðkerfisregla, hvernig á þá að skýra fjölmörg
dæmi um a í næsta atkvæði á undan u, og dæmi um ö þar sem
ekkert u fer á eftir?
3. Sé um að ræða beygingarlega skilyrtar reglur, hvar verka þær þá
og hvernig á að forma þær? Hvert er grunnformið?
4. Hvemig er háttað samspili w-hljóðvarpsvíxlanna og annarra
reglna sem gert hefur verið ráð fyrir í íslensku?
5. Eða er þetta kannski allt saman svo mglingslegt að engum regl-
um verði yfir það komið?
Efnisskipan er í stórum dráttum þannig, að í öðmm kafla er fjallað
um n-hljóðvarp sem hljóðkerfisreglu, og ýmis vandamál sem upp koma
við að gera ráð fyrir virkni þess í nútímamáli. í þriðja kafla em tekin
fyrir önnur víxl a og ö í beygingu. Að endingu em svo svör við spum-
ingunum hér á undan dregin saman í fjórða kafla.
2. M-HLJÓÐVARP SEM HLJÓÐKERFISREGLA
2.0
í þessum kafla er fjallað um M-hljóðvarp sem virka hljóðkerfisreglu í
nútímaíslensku. Fyrst er hugtakið hljóðkerfisregla skilgreint, og at-