Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 29
27
U-hljóðvarp og önnur a~ö víxl í nútímaislensku
huguð rök fyrir því að w-hljóðvarpið falli undir þá skilgreiningu. Síðan
er u-hljóðvarpsreglan sett fram í aðgreinandi þáttum; og þvínæst fjallað
um breytingu sem hér er nefnd veiklun; þegar ö verður u í áherslulaus-
um atkvæðum.
í öðrum hluta kaflans eru teknar fyrir yfirborðsundantekningar frá
M-hljóðvarpi, og sérstaklega fjallað um w-innskot, sem talið er skýra að
ekki verður hljóðvarp í orðum eins og maður. Kaflanum lýkur á um-
ræðu um fræðileg (teoretísk) vandamál í sambandi við regluröðun og
óhlutstæði (abstractness) H-hljóðvarpsreglunnar.
2.1 Virk regla?
2.1.1 Hvað er hljóðkerfisregla?
Ýmsar tegundir reglna eru oft nefndar í skrifum um hljóðkerfisfræði:
hljóðfræðilegar (smáatriða)reglur (phonetic (detail) rules), hljóð-
kerfisreglur (phonological rules), morfófónemískar (morphophone-
mic) reglur, morfófónólógískar (morphophonological) reglur, beyg-
ingarlega skilyrtar (morphological) reglur, morfólexíkalskar (mor-
pholexical) reglur, minniháttarreglur (minor rules), og eflaust fleiri.
Skilgreiningar þessara reglna eru á reilci og ekki ætíð ljóst hvaða merk-
ingu hver höfundur leggur í þau hugtök sem hann notar af þessu tagi.
Hér verður hugtakið hljóðkerfisregla notað í eftirfarandi merkingu
(stuðst er a. n. 1. við skilgreiningu Andersons 1975:42-3; um aðra
möguleika sjá t. d. Sommerstein 1977:205-11):
(2) Hljóðkerfisreglur vísa aðeins til aðgreinandi þátta eindanna (fón-
emanna) í strengnum sem þeim er beitt á, svo og til morfemaskila
(+) og orðaskila (#). Þær geta ekki vísað til ákveðinna beyg-
ingarformdeilda (falla, tíða, beygingarflokka o. s. frv.), né heldur
einstakra morfema eða orða.
Þessum reglum er beitt á strengi fónema (þ. e. orð, orðhluta, morfem),
þar sem hvert fónem er merkt með aðgreinandi þáttum. Reglurnar geta
breytt þessum strengjum á ýmsa vegu, en helstu breytingar sem þær
geta valdið eru þessar (sbr. Hyman 1975:14-15):
1. Þær geta breytt fónemum (þ. e. aðgreinandi þáttum þeirra).
Dæmi: a -» ö fyrir áhrif n-hljóðvarpsreglu.
2. Þær geta fellt brott fónem. Dæmi: Sérhljóðabrottfall í áherslu-