Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Síða 30
28
Eiríkur Rögnvaldsson
lausum atkvæðum á undan endingu sem byrjar á sérhljóði (#hamar
+i#->hamrí).a
3. Þær geta skotið inn fónemum. Dæmi: u-innskot (2.2.1).4
4. Þær geta steypt fónemum saman, þannig að úr verði ein hljóð-
fræðileg eind í yfirborðsgerð. Dæmi: /k/ + /j/->[c] (#vekja#->
[ve:ca]).
5. Þær geta breytt röð tveggja samliggjandi fónema (metatesa).
Dæmi: #rigndi#-^[riqdi] (ringdi).
Hér verður gert ráð fyrir að hægt sé að raða reglum; þ. e. fyrst verki
regla A á ákveðinn streng, og síðan verki regla B á strenginn eins og
hann er þá orðinn (þ. e. eins og A skilur við hann). í 2.3.1 er smávegis
rætt um hvort sömu reglur þurfi alltaf að verka í sömu röð, eða hvort
röðin geti verið AB í einu orði og BA í öðru.
2.1.2 Rök fyrir virkni u-hljóðvarps
Er M-hljóðvarp virk hljóðkerfisregla í íslensku? Getur ekki verið að
víxl a og 6 í beygingu séu alls staðar beygingarlega skilyrt; a komi fyrir
í ákveðnum föllum, kynjum, beygingarflokkum o. s. frv., en ö í öðrum,
án þess að hljóðlegt umhverfi ráði þar nokkru um? í umræðum um fyrri
u-hljóðvarpsgrein Oresniks (sjá Oresnik 1975:631) stakk Wolfgang
Wurzel upp á þeim möguleika, þar eð honum þótti hæpið að „sömu“
víxlin, a—ö, gætu ýmist verið beygingarlega eða hljóðfræðilega (fónó-
lógískt) skilyrt, eins og Oresnik hélt þá fram, allt eftir því hvort u færi
á eftir. Kristjáni Árnasyni finnst einnig „álitamál hvort telja beri u-
hljóðvarp raunverulegt „hljóðferli" í nútímaíslensku, frekar en beyg-
ingarferli eða „morfófónemískt ferli““ (1980b:236, sbr. 1980a:99). Mér
þykir hins vegar sem eftirtalin atriði bendi mjög sterklega til virkrar
hljóðkerfisreglu í íslensku:
1. a stendur aldrei í næsta atkvæði á undan u innan orðs (sjá þó 2.2.1
og 2.2.2. Mörk nafnorðs og viðskeytts greinis gilda í þessu tilviki sem
orðaskil, og hljóðvarp verður ekki yfir þau: hakanum, ekki *hakönum.
3 Það er ekki endilega skoðun mín að öll þau hljóðferli sem tekin eru sem
dæmi í 2-5 séu virkar hljóðkerfisreglur í nútímamáli; þau eru bara notuð þarna
til að sýna við hvað sé átt.
4 Stephen R. Anderson (1979:25) hefur sett fram þá hugmynd að e. t. v. skjóti
hljóðkerfisreglur aldrei inn fónemum, heldur sé um e. k. „tvíhljóðun" að ræða í
slíkum tilvikum. Þetta er ekki ólíklegur möguleiki varðandi «-innskotið, en skiptir
ekki máli fyrir w-hljóðvarpið og verður ekki rætt frekar hér.