Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 31
U-hljóðvarp og önnur a~ö víxl í nútímaíslensku
29
Sama er að segja um mörk sagnstofns og persónufomafns í boðhætti:
farðu, ekki *förðu). Ef a er í grunnformi orðs, kemur alltaf ö (eða
stundum u, ef atkvæðið er áherslulaust, sjá 2.1.4) í stað þess ef u er í
næsta atkvæði á eftir.5 Dæmi: hamar~hömrum; bakki~bökkum; saga
r-sögu; bak~bökum; snjall~snjöllum; taka~tökum. Sama verður uppi
á teningnum í nýyrðum og tökuorðum; hanna~hönnum; smart(ur)~
smörtum; djassa~djössum.
2. Til em tvímyndir eins og banönum ~ bönunum; kastölum~
köstulum. Þessar tvímyndir er auðvelt að skýra ef gert er ráð fyrir
virkri hljóðkerfisreglu. Þá verður fyrst a~>ö í öðru atkvæði, fyrir
áhrif u í endingu þgf. flt., og út kemur banönum og kastölum. Síðan er
valfrjálst hvort beitt er veiklun (sjá 2.1.4), og ef henni er beitt verður
aftur hljóðvarp, nú í fremsta atkvæðinu; útkoman er bönunum og
köstulum. Afleiðslan er sýnd í (3) (sbr. Anderson 1969a:57nm, 1974:
188):
(3) grunnform
u-hljóðvarp
veiklun
n-hljóðvarp
#banan + um #
#banön + um #
#banun + um #
bönunum
#kastal + um#
#kastöl + um#
#kastul + um#
köstulum
Hér er það ekki fallið sem skiptir máli, heldur hvort u er nærstatt eða
ekki. Ef við teljum regluna beygingarlega skilyrta, a^ö í þgf. flt.,
höfum við enga skýringu á því samspili a, ö og u sem þarna er á
ferðum. Af hverju koma þá ekki alveg eins upp myndirnar *bönanum
(þar sem reglan verkar bara í fyrsta atkvæði) og *banunum (þar sem
reglan verkar bara í öðm atkvæði, og síðan verður veiklun)?6
3. Sama máli gegnir um tvímyndir eins og fagnaður~fögnuður;
jafnaður~jöfnuður; safnaður~söfnuður (þar sem ég geri ráð fyrir að
u í endingunni sé tilkomið við innskot, sjá 2.2.1). Þessar tvímyndir
merkja ekki alveg það sama, og er e. t. v. réttara að tala um skyld orð
6 Stundum getur líka komið e (lesandi—lesendur), en það kemur þá til með
beygingarlega skilyrtri reglu. Ef sú regla verkar ekki, verður hljóðvarp (lesöndum);
a kemur aldrei til.
6 Anderson (1969a: 57nm) nefnir myndina banunum, en hana hef ég aldrei
heyrt og hef engin önnur dæmi um hana. Myndin bönönum (Oresnik 1977:167)
heyrist aftur á móti einstöku sinnum, og gæti það e. t. v. bent til þess að skilyrðing
reglunnar væri hjá einhverjum að verða a. n. 1. beygingarleg (a—>ö í þgf. flt.).
Sama er að segja um myndina köktusum, sem ég hef séð á prenti.