Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Síða 32
30
Eiríkur Rögnvaldsson
en tvær myndir sama orðs. Hér má liggja milli hluta hvort rétt sé að
tengja viðskeytin -að-/-uð- með einhverri virkri reglu. Það sem máli
skiptir er að samspil a, ö og u er stöðugt; myndir eins og *fagnuður og
*fögnaður koma ekki upp. Og þótt óvissa ríki hjá málnotendum um
beygingu þessara orða eru fagnaðar og fögnuðar einu eignarfallsmynd-
irnar sem koma upp; ekki *fagnuðar eða *fögnaðar. Hér er því ekki
heldur hægt að setja upp beygingarlega skilyrta reglu, þ. e. a->ö í nf.,
þf., þgf. et. fleirkvæðra kk.-orða af u-stofni, nú eða a-»ö í öllum
föllum et. fleirkvæðra kk.-orða af u-stofni, því að í öllum föllum geta
bæði komið fyrir a og ö; það er nærvera u sem sker úr.
Þessi atriði sanna vissulega ekki að n-hljóðvarp sé virk hljóðkerfis-
regla í nútímaíslensku. En þau sýna að auðvelt er að setja slíka reglu
upp, en aftur á móti fylgja því ýmis vandkvæði að telja hana beygingar-
lega skilyrta. Óformleg framsetning reglunnar er á þessa leið (sbr.
Anderson 1972:13, 1973:4, 1974:142):
(4) a~»ö/—Cou
Þ. e., a verður að ö, ef á eftir fer „enginn eða fleiri“ samhljóðar og u.
Hér á eftir mun ég ganga út frá því að w-hljóðvarp sé til sem hljóð-
kerfisregla (þ. e. hljóðfræðilega skilyrt) í nútímaíslensku og sný mér nú
að formlegri framsetningu reglunnar.
2.1.3 M-hljóðvarpsreglan
Áður en w-hljóðvarpsreglan er formlega sett fram, þarf að ákvarða
þáttamerkingar ö og u. í fyrri skrifum sínum um n-hljóðvarp og annað
í íslenskri hljóðkerfisfræði gerir Anderson (1969a,b, 1972, 1973, 1974)
ráð fyrir að íslenskt u sé uppmælt hljóð, [u], í baklægri gerð, en fái síðan
yfirborðsmyndina [y] fyrir tilverknað sérstakrar hljóðkerfisreglu, sem
geri öll kringd [-Hfjarlæg] sérhljóð frammælt. Anderson rökstyður það
hvergi að merkja u [ + uppmælt], en síðar (Anderson 1976:26, sjá einnig
Iverson & Anderson 1976:31) er á honum að skilja að það hafi einkum
verið gert til að fá samræmi milli kerfa ‘lax’ (‘slakra’, þ. e. fornra
stuttra) og ‘tense’ (‘þandra’, þ. e. fornra langra) sérhljóða.
Nú er Anderson hins vegar horfinn frá þessu ráði, og segir hvort
tveggja valda: að kerfissamræmi sé nú ekki talið jafn mikilvæg röksemd
og áður, almennt séð; og eins hitt, að engin ástæða virðist til að gera
ráð fyrir samræmi ‘lax’ og ‘tense’ sérhljóðakerfis íslenskunnar (Iverson
& Anderson 1976:31). n-hljóðvarp verður líka mjög flókið, sé gert ráð