Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 33
U-hljóðvarp og önnur a~ö víxl í nútímaíslensku
31
fyrir baklægu uppmæltu [u], og neyðist Anderson til að brjóta það
niður í þrjár reglur, sem breyta [a]—^[d]—^[o]—> [ö]. Sé hljóðvarpsvald-
urinn hins vegar baklægt [y] verður reglan tiltölulega einföld, og eins
og Anderson segir nú, styðja engin innri rök málsins það að baklæg
gerð u sé frábrugðin yfirborðsgerðinni (Anderson 1976:26).
Einnig hafa verið skiptar skoðanir um hljóðgildi ö. Bjöm Guðfinns-
son (1946:58) kallar það „hálffjarlægt-fjarlægt“, þ. e. telur það fjar-
lægara en öll önnur sérhljóð nema a. Anderson táknar hins vegar ö
alltaf £ — fjarTægtl v'r^'st Þar tara eftir Stefáni Einarssyni, sem
kallar hljóðið „low mid“ (1949:10-11). Magnús Pétursson (1975:37)
telur ö vera næstum jafn fjarlægt og a, og setur bæði hljóðin í 4. opn-
unarstig, þ. e. fjarlægari en öll hin. Þótt e. t. v. séu ekki allir á einu
máli um ýmis atriði í sérhljóðakerfi því sem Magnús setur upp, virðist
mér óhætt að fallast á að ö hafi sömu þáttamerkingu og a hvað fjarlægð
snertir; bæði séu [ + fjarlæg]. Sigríður Valfells (1967:57) greindi raunar
einnig ö sem fjarlægt hljóð, en það var með hljóðkerfislegum rökum, en
ekki byggt á hljóðfræðilegum rannsóknum. Þetta gerir w-hljóðvarps-
regluna einfaldari en hjá Anderson, þar eð hér þarf hún ekki að breyta
fjarlægðarstigi.
Hér er því gert ráð fyrir að sérhljóðakerfi íslensku megi setja svo
upp, hvað einhljóðin varðar:7
(5) ±uppmælt +uppmælt
-t-kringd + kringd ±kringd +kringd
+ nálæg m/m m
-=- nálæg ± fjarlæg + fjarlæg e[z] ö[œ] a[a] o[0]
Nú má setja w-hljóðvarpsregluna fram á formlegan hátt:
(6)
+ atkvætt
+ uppmælt
-r- kringt
-í- uppmælt 'j j_Co
+ kringt J
” +atkvætt
-^fjarlægt
-*- uppmælt
__ +kringt
7 Hér er gert ráð fyrir að þátturinn [±framskotin tungurót] (Advanced Tongue
Root, ATR) greini að í og i; í og ú eru talin [+framskotin tungurót], en öll hin
einhljóðin [±framskotin tungurót].