Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Síða 34
32
Eiríkur Rögnvaldsson
Reglan segir því: Hljóð sem er atkvætt (þ. e. sérhljóð), uppmælt og
ókringt (a) verður frammælt og kringt (ö), ef á eftir fer enginn eða
fleiri samhljóðar og sérhljóð sem er ekki fjarlægt, frammælt og kringt
(u). a er eina sérhljóð málsins sem er uppmælt og ókringt, og því þarf
ekki að taka fjarlægðarstig þess fram; og þar sem ö er líka fjarlægt, þarf
reglan ekki að breyta fjarlægðarstigi, þannig að því má líka sleppa
við ö.
Þessi regla er frábrugðin bæði uppsetningu Andersons (1969a:59,
1969b:38) og Oresniks (1975:623). Anderson miðar við ö og u sem
uppmælt hljóð í baklægri gerð og brýtur regluna niður í þrennt, eins og
áður sagði. Oresnik hefur tvær hljóðfræðilega skilyrtar (fónólógískar)
w-hljóðvarpsreglur, „final“ og „initial“ (sjá 2.1.4). Hann gerir líka ráð
fyrir að morfemaskil verði að vera næst á undan u, til að skýra hljóð-
varpsleysi í akur (Oresnik 1975:624). En morfemaskil eiga ekki heima
þarna, sbr. myndirnar bönunum og köstulum, þar sem einu morfema-
skilin eru á undan -um\ hljóðvarpsleysið í akur á sér aðrar orsakir (sjá
2.2.2).
Þótt regla (6) sé bæði tiltölulega einföld og hljóðfræðilega eðlileg, á
hún sér fullt af undantekningum á yfirborðinu. í 2.2 verður athugað
hvort unnt sé að skýra þær án þess að gefa (6) upp á bátinn sem virka
hljóðkerfisreglu; en fyrst verður að fjalla um reglu sem nefna má
veiklun, og samspil hennar og u-hljóðvarps.
2.1.4 Veiklun
2.1.4.1
Veiklun (vowel reduction) hefur sú regla verið kölluð sem breytir
áherslulausu ö (oftast orðnu til úr a) í u. Þessi breyting er forsenda þess
að hægt sé að leiða út myndir þar sem w-hljóðvarp verður að verka
tvisvar, eins og í (3); og einnig myndir þar sem ö kemur upphaflega til
með beygingarlega skilyrtum víxlum (sjá 3.1) eða á annan hátt, og síðan
verkar w-hljóðvarp:
(7) grunnform #gamal#
beygingarlega skilyrt víxl #gamöl#
veiklun #gamul#
w-hljóðvarp gömul
í stað þess að reikna með veiklun gerir Oresnik (1975:621, 1977:151)
ráð fyrir tveim tegundum af hljóðfræðilega skilyrtu (fónólógísku) u-