Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Síða 35
U-hljóðvarp og 'önnur a~ö víxl í nútímaíslensku 33
hljóðvarpi, eins og áður er sagt (og raunar tveim tegundum af beyg-
ingarlega skilyrtum víxlum líka). Önnur hljóðkerfisreglan (initial um-
laut) gerir baklægt a að ö í áhersluatkvæðum, en að u í áherslulausum
(#fatnað + um#-*fötnuðum); hin (final umlaut) breytir baklægu
a í ö í lokaatkvæði stofns (#sag + u#-*sögu). Uppsetning Oresniks
(1975:623) á hljóðvarpsreglum sínum fullnægir ekki venjulegum kröf-
um um framsetningu generatífra hljóðkerfisreglna (reglur Oresniks inni-
halda breytuna X, sem skýra þarf sérstaklega neðanmáls). Raunar held
ég að útilokað sé að initial umlaut-regla Oresniks standist í generatífri
hljóðkerfisfræði, því að reglur sem breyta mörgum hljóðum í einu, en
ekki öllum á sama hátt (a sem ber áherslu verður að ö, en áherslulaust
a verður u) verða ekki settar upp með þeim táknunum (notational con-
ventions) sem notaðar eru.8
Ef Oresnik vill endilega komast hjá því að beita u-hljóðvarpsreglunni
tvisvar, eins og gert er í (3), og setja reglur sínar upp „without recourse
to the rich apparatus called ‘iterative application of rules’“ (Oresnik
1975:632), verður hann að breyta báðum a-unum í ö fyrst (með „simul-
taneous infinite schemata“, sbr. Chomsky & Halle 1968:344), og beita
síðan veiklunarreglunni á hið síðara (sbr. Anderson 1974:186-7); af-
leiðslan verður þá #fatnaS + um#-^#fötnöð + um#-^fötnuSum). En
að vísu hafa bæði Anderson (1974:124-33) og Kenstowicz & Kisse-
berth (1977:177-95, 1979:318-27) fært sterk rök gegn því að sama
regla geti breytt mörgum hljóðum í einu á þennan hátt. Því verður að
beita w-hljóðvarpsreglunni á eina eind (eitt a) í einu, og byrja hægra
megin, eins og gert er í (3) (right-to-left iterative application, sbr. Ken-
stowicz & Kisseberth 1977:190, 1979:326).
2.1.4.2
Þetta útilokar þó ekki að um tvær reglur sé að ræða; eina sem breyti
áherslulausu a í u, og aðra sem breyti a í ö í áhersluatkvæðum. Ander-
son (1974:186) íhugar þennan möguleika, en þykir hann óálitlegur;
telur langeðlilegast að gera ráð fyrir veiklun (ö~*u) í áherslulausum
atkvæðum. Þetta styðst við það að yfirleitt koma aðeins a, i og u fyrir
í áherslulausum atkvæðum í íslensku. Og einhvers konar veiklunarreglu
virðist þörf hvort eð er. Það má sjá í tvíkvæðum samsettum orðum, þar
sem seinni hlutinn hefur misst áherslu; þá fara menn að tala um blómur
8 Það er svo annað mál hvort þessar táknanir ættu að leyfa slíkar reglur; en
það er meira mál en svo að hér verði rætt.
íslenskt mál III 3