Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 36
34
Eiríkur Rögnvaldsson
fyrir blóðmör, höfuld9 fyrir haföld, snörvul10 fyrir snarvöl. Þessi breyt-
ing er greinilega afleiðing áhersluleysisins, því að aldrei er sagt *mur
fyrir mör, né *vulur fyrir völur (nema þá í „flámæli“, sem kemur þessu
máli ekki við). Þar sem þarna verður að gera ráð fyrir sérstakri veiklun,
óháðri w-hljóðvarpi, virðist eðlilegast að telja sjálfa w-hljóðvarpsregluna
aðeins valda einni breytingu, þ. e. a -> ö, en síðan komi veiklunin til
skjalanna og breyti ö -» u við ákveðnar aðstæður.
En það er alls ekki einfalt að setja upp skilyrðingu veiklunarreglunn-
ar. Hún er greinilega bundin við áherslulaus atkvæði, en verkar þó ekki
nærri alltaf þar; það sýna myndir eins og héröð, almanök, japönsk.
2.1.4.3
Mér finnst freistandi að telja veiklunina ekki liljóðkerfisreglu, held-
ur hljóðfræðilega reglu. Anderson (1975:43) skilgreinir hljóðfræðilegar
(phonetic) reglur svo, að þær ákvarði hljóðum stað á þreplausum (tölu-
merktum) kvarða, en breyti ekki aðgreinandi þáttum þeirra („specify
non-categorial (numeric) values or non-distinctive features“). Sem dæmi
má nefna, að vegna þess að aðeins er til eitt fjarlægt, ókringt hljóð í
íslensku, a, er þátturinn [±uppmælt] ekki aðgreinandi fyrir það; þátta-
merkingin [ + fjarlægt] og [-^-kringt] dugar til að greina a frá öllum
öðrum hljóðum málsins. Gerum svo ráð fyrir tölumerktum kvarða, þar
sem [6 uppmælt] er mesta uppmæli, en [1 uppmælt] mesta frammæli;
hljóð sem eru [1,2,3 uppmælt] fá þáttamerkinguna [-^-uppmælt] en þau
sem eru [4,5,6 uppmælt] eru merkt [ + uppmælt]. Það má hugsa sér að
í nágrenni við uppmælt samhljóð sé a t. d. [6 uppmælt], þ. e. mjög upp-
mælt; en með frammæltu samhljóði geti það orðið [3 uppmælt], þ. e.
talsvert frammælt. Þótt a væri í því tilviki raunverulega orðið [-^upp-
mælt], væri þarna að verki hljóðfræðileg regla, en ekki hljóðkerfisregla,
skv. Anderson (1975:43); af því að þátturinn [±uppmælt] er ekki að-
greinandi fyrir a.11
Nú er auðsætt að /ö/ og /u/ eru tvö mismunandi fónem í íslensku,
og andstæða milli þeirra í áhersluatkvæðum (önd ; und; lönd : lund;
söm : surri). Hins vegar er aldrei andstæða milli þeirra í áhersluleysi.
9 Magnús Snædal benti mér á þetta dæmi.
10 Vitneskju um þessa mynd hef ég frá Jóni Gunnarssyni.
11 Það er reyndar ekki sjálfgefið að það sé þátturinn [±kringt] sem greinir
á milli a og ö; hugsanlegt er að aðalaðgreiningin felist í þættinum [±uppmælt].
Framsetningin hér er aðeins hugsuð sem dæmi.