Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 37
U-hljóðvarp og önnur a~ö víxl í nútímaíslensku 35
Því er e. t. v. hugsanlegt að segja að fjarlægðarþættimir séu ekki að-
greinandi í þeirri stöðu; breytingin ö -> u sé því ekki breyting á merk-
ingu aðgreinandi þátta, og teljist þar með hljóðfræðileg regla, en ekki
hljóðkerfisregla. (Þrátt fyrir það er hægt (og nauðsynlegt) að gera ráð
fyrir annaðhvort /ö/ eða /u/ (þ. e. með fullri þáttamerkingu) í grann-
formi áherslulausra atkvæða.)
Hver er skilyrðing reglunnar? Eins og fyrr sagði er ekki auðvelt að
setja hana upp; en hún virðist byggjast á einhverju samspili áherslu og
lengdar, sem getur orðið flókið.
Á undan tveim eða fleiri samhljóðum breytist ö aldrei í u (Oresnik
1977:172); sagt er írönsk, ekki *írunsk. Nú er það algild regla í íslensku
að sérhljóð í áhersluatkvæði eru styttri á undan samhljóðaklasa en á
undan einu eða engu samhljóði (sjá t. d. mælingar í Garnes 1976). Þótt
þessi munur sé örugglega minni í áherslulausum atkvæðum þykir mér
líklegt að hann sé einhver, án þess að ég hafi nokkrar mælingar að
styðjast við. Magnús Pétursson (1975:36-7) hefur sýnt fram á að
[-^nálæg] sérhljóð eru talsvert nálægari þegar þau era löng en ef þau
era stutt. Það þýðir að þegar ö er stutt, á undan samhljóðaklasa, er það
fjarlægara en ella og meiri munur á því og u. En langt ö nálgast aftur
á móti u talsvert; og af sumum formendamælingum Magnúsar Péturs-
sonar (1974:106-38) mætti jafnvel ráða, að minni munur væri á stuttu
u og löngu ö en á stuttu ö og löngu ö. Þær mælingar eiga að vísu við
áhersluatkvæði, en ekki virðist ólíklegt að munurinn á löngu og stuttu
ö geti orðið enn meiri í áhersluleysi, þar sem engin aðgreining er milli
u og ö. Benda má á að Jón Ófeigsson (1920-24:xv) taldi u fjarlægara í
áherslulausum atkvæðum en áhersluatkvæðum, og hafði sérstakt tákn
fyrir það, [0].
Eins og áður segir breytist ö aðeins í u ef á eftir fer einn eða enginn
samhljóði, og er freistandi að tengja það því, að ö sé þar lengra, og löng
sérhljóð alla jafna nálægari en stutt. Því má e. t. v. setja upp kvarða þar
sem [6 fjarlægt] er (stutt) ö, en [1 fjarlægt] er u; hljóð sem era [1,2,3
fjarlæg] era [-^-fjarlæg] og skynjuð sem u; þau sem eru [4,5,6 fjarlæg]
era [ + fjarlæg] og skynjuð sem ö. Það má hugsa sér að baklægt ö geti
orðið [3 fjarlægt], þ. e. [-^fjarlægt], ef það er langt og áherslulaust. Þá
er það skynjað sem u og veldur því hljóðvarpi ef a er í næsta atkvæði á
undan (#gamöl#->#gamul#->gömu/). En þótt þama sé breytt
þáttamerkingu úr [ + fjarlægt] í [-^fjarlægt] getur reglan samt sem áður
verið hljóðfræðileg, skv. skilgreiningu Andersons, því að þama er ekki