Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 38
36
Eiríkur Rögnvaldsson
um aðgreinandi þátt að ræða í þessari stöðu. Mig skortir upplýsingar
um bæði lengd og hljóðgildi sérhljóða í áherslulausum atkvæðum til að
geta farið nánar út í þessi atriði; en ég held að þótt fleirtalan af hérað
sé ýmist skrifuð héruð eða héröð sé sjaldnast borið fram skýrt [y] eða
skýrt [œ], heldur eitthvert millihljóð.12
Aukaáhersla (secondary stress) virðist líka skipta máli varðandi það
hvort veiklun verður. Til eru fjölmörg dæmi um ö í öðru og þriðja
atkvæði þótt aðeins eitt samhljóð fari á eftir: almanök, héröð (sbr. þó
hér að ofan) o. s. frv. í fleirkvæðum hvorugkynsorðum með a í síðasta
atkvæði í et. er eini munur et. og flt. í nf. og þf. fólginn í seinasta sér-
hljóðinu. Það er því ekki óeðlilegt að meiri áhersla sé lögð á seinasta
atkvæði en ella, vegna þess að menn vilji forðast misskilning; og það
geti hindrað veiklun, sbr. að hún verður aldrei í áhersluatkvæðum.
2.1.4.4
Vegna skorts á hljóðfræðirannsóknum hljóta rök fyrir því að veikl-
unin sé hljóðfræðileg regla að verða ótraust að svo komnu máli. En
hvemig sem veiklunin verður sett upp formlega, og hvort sem hún
reynist hljóðfræðileg regla eða hljóðkerfisregla, held ég að því verði
ekki mótmælt að hún sé til sem virk regla í íslensku. Og það nægir mér
varðandi samspil hennar og n-hljóðvarpsins; í því tilliti skiptir ekki máli
hvers eðlis veiklunin er (þ. e., ef það er rétt að hljóðfræðileg regla geti
verkað á undan hljóðkerfisreglu, eins og Anderson (1975:52-7) heldur
fram).
2.2 Undantekningar
2.2.1 u-innskot
2.2.1.1
Til að skýra hljóðvarpsleysi í fjölmörgum orðmyndum á við maður,
halur, vanur, þar sem a helst í næsta atkvæði á undan u, gerir Anderson
12 OreSnik (1977:172) neitar því að lengdin geti þarna haft áhrif, því að „In
root non-initial syllables the vocalic quantity is almost invariably neutralized and
realized as short“. Þetta er rétt frá hljóðkerfisfræðilegu sjónarmiði, en þýðir ekki
að þarna geti ekki verið einhver lengdarmunur hljóðfræðilega séð. Oresnik heldur
áfram: „The structure of such syllables does not influence the choice of the u-
umlaut reflex, although this can only be illustrated for the VC type: héröð versus
héruð. With the VCC type the illustration cannot be made because there are no
reliable examples of the reflex /Y/ alternating with /ö/ before more than one
consonant in unstressed syllables." En bendir það ekki einmitt til að lengdin hafi
áhrif?