Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 39
37
U-hljóðvarp og önnur a~ö víxl í nútímaíslensku
(1969a:56, 1969b:31, 1972:15, 1974:194) ráð fyrir að u sé þama skotið
inn með sérstakri reglu:
(8) 0->u/C—r | ^
Þessi regla skýtur inn u milli samhljóða og eftirfarandi r, ef r stendur
í bakstöðu eða á undan öðrum samhljóða. Það er því gert ráð fyrir að
u sé ekki í grunnformi ofannefndra orðmynda, heldur sé grunnform
nefnifallsendingarinnar í kk. bara -r, sem bætist beint við stofninn.
Þegar n-hljóðvarpið verki, sé því ekkert u í grunnformi þessara orð-
mynda, vegna þess að n-innskot verki á eftir u-hljóðvarpi, sem fær ekki
annað tækifæri. Afleiðslan verður því eins og sýnt er í (9):
(9) gmnnform #mað + r# #hal + r# #van + r#
u-hljóðvarp — — —
u-innskot maður halur vanur
Það er ljóst að u-innskot var til a. m. k. sem söguleg breyting, en að
sjálfsögðu er vel hugsanlegt að það sé ekki virk regla í nútímamáli,
heldur hafi viðkomandi morfem verið endurtúlkuð (restmctured) og
hafi nú -ur í grannformi (u hafi ,,lexíkalíserast“). Sé svo, ætti að verða
w-hljóðvarp í orðunum í (9), ef u-hljóðvarpið er virk regla, en það
verður ekki:
(10) grannform #mað + ur# #hal + ur# #van + ur#
w-hljóðvarp *möður *hölur *vönur
Til að hægt sé að telja w-hljóðvarpið virka reglu í nútímaíslensku þarf
því að sýna fram á að grannformið sé eins og í (9), en ekki eins og í
(10), og u-innskot því einnig virk regla. Um þetta hafa verið skiptar
skoðanir. Oresnik (1972) taldi innskotið virkt, en gekk síðar (1978a) af
trúnni, og telur nú u komið inn í grannformið og hvorki w-hljóðvarp né
w-innskot virkar reglur.
2.2.1.2
Helstu rök Oresniks (1978a) fyrir því að w sé komið inn í grann-
formið era þau, að það lcomi fyrir í endingu á eftir sérhljóði í orðum á
við skógur, sem hann hljóðritar [skou:Yr]. Samkvæmt uppsetningu regl-
unnar í (8) átti aðeins að skjóta inn w á eftir samhljóði; og tæplega er
hægt að útvíkka regluna og láta hana alltaf skjóta inn w á undan r í enda
orðs (þá ætti t. d. #mó + r# að verða *móur í stað mór o. s. frv.). Eina