Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Síða 41
U-hljóðvarp og önnur a~ö víxl í nútímaíslensku 39
hafði áður (1972) fært fyrir innskotinu. Mér finnst álitamál hvort það
tekst, en út í það verður ekki farið hér.
Hins vegar virðist gegna nokkuð öðru máli með w-innskot í stofn.
Áhrif þeirrar reglu eru mjög svipuð og áhrif sérhljóðabrottfallsreglunnar
sem verkar t. d. í hamar; þ. e. leitast er við að koma í veg fyrir raðirnar
-CC j °§ -VCV, eins og sjá má í (12):
(12) akwr hamar akrar hamrar
akwr hamar akra hamra
akri hamri ökrum hömrum
akwrs hamars akra hamra
í akur er sögulega séð w-innskot í nf., þf. og ef. et., en í hamar er brott-
fall í öllum öðrum föllum; niðurstaðan verður sú að það eru sömu
föll þessara tveggja orða þar sem sérhljóð stendur í seinna atkvæði, þótt
tvær mismunandi reglur séu að verki. Því er ekki ólíklegt að þessu
tvennu hafi verið ruglað saman; orð á við akur endurtúlkuð og hafi nú
u í grunnformi, en síðan verki brottfallsreglan á sama hátt og í hamar.
Til þessa bendir m. a. að u hverfur ekki á undan greini: akurinn, ekki
*akrinn, sbr. hamarinn, ekki *hamrinn. í kvenkynsorðum á við lijur
kemur slík blöndun við aðrar reglur ekki til, enda hverfur u þar yfir-
leitt á undan greini (lifrin), þótt frá því séu undantekningar, sjá Oresnik
(1978a:170).
Ýmislegt er þó óljóst varðandi w-innskot í stofn; og varla er hægt að
neita tilvist orða eins og klifr, þar sem ekki verður innskot (sbr. Oresnik
1978a:169).14 Hins vegar hef ég ekki séð nein gild rök fyrir því að
«-innskotið í endingu sé ekki lengur virkt; og það er það, sem skiptir
máli varðandi w-hljóðvarpið (hljóðvarpsleysi í akur má skýra á annan
hátt, sjá 2.2.2). Reglu (8) þarf því að breyta smávegis og setja morfema-
skil inn í hana (sbr. OreSnik 1972:9):
(13) 0->u/C + —r
Þessi regla skýtur því aðeins inn u að -r sé beygingarending. Hvernig á
að fara með orð eins og lifur, þar sem um er að ræða innskot í stofn,
sem virðist vera að einhverju leyti virkt, er mér ekki Ijóst. E. t. v. verður
að líta svo á að innskot í stofn sé dauð regla að því leyti að hún verki
14 Slík nafnorð, mynduð af sögnum með því að fella niður -a, brjóta raunar
fleiri reglur málsins, t. d. atkvæðaskiptingarreglu, og óvíst hversu mikið tillit á
að taka til þeirra (sbr. Kristján Árnason 1980a:52—4).