Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 42
40
Eiríkur Rögnvaldsson
ekki í nýmyndunum, en haldist í þeim orðum þar sem hún hefur verkað
frá fornu fari (e. k. minniháttarregla, sjá 3.2.2). En þetta skiptir ekki
máli hér.
2.2.1.3
Mér þykja eftirfarandi atriði benda til að regla á við (13), sem skýtur
u inn í endingu, sé enn við líði í íslensku:
1. Athyglisverð er meðferð tökuorða eins og bíll, bítill, skandall,
mórall, fónn, spúnn o. fl. í þeim málum sem þau eru tekin úr (dönsku
og ensku) enda þau á sérhljóði + 1/n, og sama er að segja um stofn
þeirra í íslensku, eins og sjá má í þolfallinu. Þegar þessi orð eru að-
löguð íslensku beygingakerfi koma ferns konar nefnifallsendingar til
greina:
(14) a [-d]]/[-dn], sbr. stóll, kaðall, tónn
b -ur, sbr. dalur, völur, sonur, vinur
c -i (veik beyging), sbr. skáli, bali, hani
d -0 (endingarleysi), sbr. biskup, snjall
Af þessum endingum er -ur (-r) langalgengust. Því mætti búast við
myndunum *bílur, *bítilur, *móralur, *skandalur, *fónur, *spúnur. En
þær koma ekki upp. Sum orðin geta fengið veika beygingu (a. m. k.
bítli og skandali eru til); endingarleysi kemur líka fyrir (a. m. k. í móral
og skandal)-, en yfirleitt fá orðin [dl] / [dn] endingu. ÞaS er bara algeng-
asta endingin, -ur, sem aldrei kemur fyrir. Af hverju?
Það skýrist ef gert er ráð fyrir að grunnform endinganna sé ekki -ur,
heldur -r:
(15) #bíl + r# #bítil + r# #móral + r# #skandal + r#
#fón + r# #spún + r#
Ef á þessi grunnform verkar samlögunarregla, [lr/nr]-»[ll/nn], og
önnur sem breytir [11/nn] í [dl/dn]15 koma hin réttu yfirborðsform út.
15 Báðar þessar reglur eru auðvitað til sem sögulegar breytingar, sú fyrrnefnda
skilyrt bæði af áherslu og undanfarandi sérhljóði (verkaði í áherslulausum atkvæð-
um og á eftir löngum sérhljóðum og tvíhljóðum í áhersluatkvæðum). Breytingin
[nn]—>[dnj varð hins vegar ekki í áhersluleysi (né eftir stuttum sérhljóðum í
áhersluatkvæðum). Þótt hér sé gert ráð fyrir að þessar reglur séu á einhvern hátt
virkar í nútímamáli (sem hljóðkerfisreglur eða e. t. v. beygingarlega skilyrtar) er
margt óljóst um þær, t. d. hvort þær verki í nákvæmlega sams konar hljóðfræði-
legu umhverfi og upphaflega. En út í það er óþarft að fara hér.