Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 43
41
U-hljóðvarp og önnur a~ö víxl í nútímaíslensku
Vissulega er ekki hægt að útiloka að hér sé eingöngu um áhrifsbreyt-
ingar að ræða; bíll myndað með hliðsjón af jíll, mórall með hliðsjón af
kaðall, jónn með hliðsjón af tónn. En þá verður að spyrja: Af hverju
eru slík orð yfirleitt höfð að fyrirmynd, en aldrei orð eins og dalur og
sonurl Sé gert ráð fyrir að grunnform nefnifallsendingarinnar sé -r er
komin skýring á því hvers vegna -«r-ending er útilokuð í yfirborðsgerð
títtnefndra tökuorða; sé grunnformið hins vegar -ur vantar skýringu.
Það er ekki hægt að segja að hljóðskipunarreglur (fónótaktík) íslensk-
unnar banni röðina tvíhljóð (og í og ú) + I/n + -ur; slík sambönd
eru algeng þar sem u hefur alltaf verið í grunnformi, t. d. í nf. og þf.
flt. veikra kvenkynsorða, sbr. gálur, skýlur, nœlur, veilur, hœnur,
trjónur.
2. Athugum líka hvað gerist í ia-stofnum, orðum eins og lœknir.
Eðlilegast er að telja stofninn lœkni-, en i hverfur á undan sérhljóði í
endingu (þ. e. í þgf. et. og allri ft.). Síðan kemur upp tilhneiging til aS
leggja nefnifallsmyndina til grundvallar (e. t. v. vegna þess að sérhljóða-
brottfallið er „ógagnsætt“, sjá 2.3.2) og telja r til stofnsins. Þá bæta
menn vanalegum endingum a-stofna beygingar í kk. við nefnifallsmynd-
ina, og beygja orðin eins og sést í (16), ýmist með eða án sérhljóða-
brottfalls í ft.
(16) læknir
læknir
læknir
læknirs
læknirar læknrar
læknira læknra
læknirum læknrum
læknira læknra
En nefnifall et. helst óbreytt. Búast mætti við að þar bættist við hin
vanalega ending, -ur; en *læknirur kemur ekki fyrir. Ef grunnform
nefnifallsendingarinnar er hins vegar -r, er eðlilegt að nf. lœknir haldist
óbreytt; #-r+r# styttist þá á sama hátt og nf. #hamar + T#~*hamar.
Það er líka athyglisvert að nefnifallsmyndin skuli lögð til grundvallar
og gerð að stofni, þegar þessi orð eru endurtúlkuð. Það virðist liggja
nokkuð beint við að greina stofninn sem #lækn-#; þá hefði mátt
halda þgf. et. og allri ft. óbreyttri, því að þar koma venjulegar endingar
o-stofna aftan við lœkn-. En þá hefði þurft að leyfa nýja tegund end-
ingar í nf. (og þf. og ef.) et. Það mætti búast við að væri engin sérstök
fyrirstaða fyrir því, sbr. tilkomu endinganna [dl/dn]. En hér virðist ný
ending ekki vera leyfð. Það má e. t. v. segja að þetta styrki þá kenn-