Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Qupperneq 44
42
Eiríkur Rögnvaldsson
ingu að [dl/dn] séu í raun og veru ekki nýjar endingar, því að á bak
við þær sé enn hin venjulega nefnifallsending -r. En ég skal játa að á
svo óbeinum rökum sem þessum er lítið að byggja.18
3. Sú röksemd sem Anderson (1969a:56-7, 1969b:30-l) beitir eink-
um fyrir sig varðandi tilvist M-innskotsreglunnar er, að ef u er í grunn-
formi á undan r ætti að verða hljóðvarp, ef a er í næsta atkvæði á
undan. Það verður ekki, og því getur u ekki verið í grunnformi, segir
Anderson. Þessi röksemd hefur þó greinilega lítið gildi nema sýnt sé
fram á, svo óyggjandi sé, að M-hljóðvarp sé í raun og veru virk regla.
En ef ekki er búið að sýna virkni n-innskots, er erfitt að gera ráð fyrir
hljóðvarpinu sem virkri reglu. Þessi röksemdafærsla lendir því í sjálf-
heldu.
2.1.1.4
Það er þó rétt að benda á, að Kenstowicz & Kisseberth (1977:114-
22, 1979:394-5) segja þess dæmi að fónem sem yfirleitt valdi ákveðinni
breytingu geri það ekki ef þau eru hluti ákveðins morfems. Samkvæmt
því ætti að vera hægt að segja að u ylli ekki hljóðvarpi ef það væri hluti
af nefnifallsmorfeminu í kk. et. Þessi undantekning hefði svo væntan-
lega þá sögulegu skýringu, að M-innskot er yngra í málinu en w-hljóð-
varp, og breytingin a -» ö í nf. et. allra sterkra karlkynsorða sem hafa
a í síðasta atkvæði stofns hefði áhrif á mikinn fjölda orða, og eðlilegt
að reynt sé að forðast svo róttæka breytingu. Hvort menn viðurkenna
svo að hljóðkerfisregla geti haft slíkar undantekningar er annað mál.
En ég þykist ekki þurfa að grípa til þessarar skýringar, heldur tel mig
hafa leitt rök að því, að w-innskotsreglan sé virk, samtímaleg hljóð-
kerfisregla í nútímaíslensku.
16 Oresnik (1978b: 164) hafnar þeirri hugmynd að hljóðkerfisreglur leiði [dn] og [dlj
af #-n+r# og #-l+r#. “This abstract solution cannot be correct”. segir hann; en
einu gagnrökin sem hann nefnir eru framburðarmyndirnar einnri, einnrar og einnra með
[-dnr-] í stað einni, einnar, einna með [-dn-]. Mér virðist þessar myndir hafa verið endur-
túlkaðar (e. t. v. með hliðsjón af nf. et. kk. einrí) og taldar hafa #-dn-# í grunnformi;
og þá finnst mönnum endinguna vanta, og skjóta inn -r. En ef [-d-] væri í raun og
veru innskeyti, hluti af fallmorfemi, eins og OreSnik (1978b: 164) heldur fram, og komið
inn með beygingarlegri reglu, er óljóst hvers vegna menn fara að skjóta inn -r-\ fallmor-
femin eiga þá sína fulltrúa í yfirborðsgerð, og -r- algerlega umframt.