Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 45
U-hljóðvarp og önnur a~ö víxl í nútímaíslensku 43
2.2.2 Aðrar undantekningar
Þótt Anderson fullyrði víða (1973:3, 1974:142, 195) að öll u sem
ekki valdi hljóðvarpi séu innskot skv. reglu (8), er það ekki rétt. Til eru
tökuorð eins og kaktus, Bakkus, pragtug(ur), þar sem útilokað er að
gera ráð fyrir innskoti. A. m. k. ætti innskot sér enga sögulega rétt-
lætingu í slíkum orðum; þau hafa sérhljóða í endingunni í erlendum
málum og út í hött að gera ráð fyrir að hann sé fyrst felldur brott þegar
orðin koma inn í íslensku en síðan settur inn með hljóðkerfisreglu.
Ef það er rétt sem haldið var fram í 2.2.1.2, að nú sé u í grunnformi
sumra orða þar sem því var (sögulega) skotið inn í stofn, s. s. akur,
þarf líka að skýra hvers vegna ekki verður hljóðvarp í þeim. Einn
möguleiki er sá að merkja u-ið í þessum orðum sérstaklega, þannig að
það valdi ekki hljóðvarpi. Slíkt er þó ekki álitlegt og af mörgum talið
óleyfilegt í hljóðkerfisfræði (sjá Kiparsky 1973:18).
Önnur lausn er þó til, og fýsilegri: að höfða til algildis Kiparskys
(1973:67):
(17) „Non-automatic neutralization processes apply only to derived
forms.“
«-hljó5varpsreglan er „non-automatic“, vegna þess að til eru yfirborðs-
myndir með aCu, sem ekki er hægt að skýra með regluröðun (kaktus);
hún er „neutralizing“, vegna þess að gera verður ráð fyrir að til séu orð
sem hafi öCu í grunnformi, þ. e. ekki orðið til með n-hljóðvarpi (sam-
tímalega séð; t. d. djöjull). Kiparsky segir: „... a neutralization process
can apply only if the input involves crucially a sequence which arises
in morpheme combinations or through the application of phonological
processes. Otherwise, i. e. if the environment is met already in the
underlying representation of a single morpheme, the process cannot
apply“ (1973:65). Þetta þýðir að ef allt umhverfi reglunnar (bæði a og
u) er fyrir hendi í grunnformi innan eins morfems, verður elcki hljóð-
varp. Þannig er ástatt með orð eins og kaktus\ það er bara eitt morfem,
með a og u í grunnformi. Ef reglan verkaði þar, yrði a -» ö í öllum
beygingarmyndum orðsins, sem yrði þá væntanlega endurtúlkað sem
*#köktus#, enda engin vensl við önnur orð með a í grunnformi fyrir
hendi.
Sama máli gegnir um orð eins og akur, ef gert er ráð fyrir að þar sé u
komið inn í grunnformið; þar er -ur ekki sérstakt morfem, heldur hluti
stofnsins. akur er því aðeins eitt morfem, og því á ekki að verða hljóð-