Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 51
U-hljóðvarp og önnur a~ö víxl í nútímaíslensku 49
3.1 Beygingarlega skilyrt víxl
3.1.1 Rök fyrir beygingarlegri skilyrSingu
Reynt hefur veriS aS skýra ö í endingarlausum föllum sterkra kvenkyns-
orSa (nf. et. í fn. og lo., nf., þf. og (oftast) þgf. et. í no.) og hvorugkyns-
orSa í fleirtölu (nf. og þf.) meS því aS gera ráS fyrir u í bakstöSu í grunn-
formi þessara fallmynda (sjá Anderson 1969a:55-7, 1969b:31); og láta
síSan u-hljóSvarpsregluna verka: #þakk + u# -» þökk, #gamal + u#
#gamö\# #gamul# -> gömul, #barn + u# -> börn. Þá verSur
aS hafa reglu sem fellir þetta bakstæSa u brott. Nú kemur u víSa fyrir í
í bakstöðu í íslensku, þannig að ekki er hægt að steja fram reglu á við
(19):
(19) u-*0/+_#
Þ. e., u fellur brott í bakstöSu á eftir morfemaskilum.
Ekki er heldur hægt aS binda regluna viS ákveSin föll, því aS u kemur
fyrir í bakstöSu í flestum þeim föllum sem þessi regla þyrfti aS verka í
(sögu, augu). Anderson (1969a:55-7, 1969b:31) „leysir“ máliS meS því
aS segja aS þau u sem falla brott meS reglu á viS (19) séu [-t-þanin].
ÁstæSan fyrir því aS sum u haldast í bakstöSu er aS þau eru [ + þanin]
þegar (19) verkar; en verSa reyndar síSar [-^þanin] meS sérstakri reglu
(annars kæmu upp á yfirborSiS sem ú). Sú aSferS, aS merkja fónem sem
eru eins í yfirborSsgerS meS mismunandi þáttum í baklægri gerS til þess
eins aS skýra mismunandi hegSun þeirra í afleiSslum var mikiS notuS á
upphafsárum generatífrar hljóSkerfisfræSi. Kiparsky nefnir hana „dia-
critic use of phonological features“ (1973:16), og færir rök gegn því
aS leyfa hana. Þarna eru líka þverbrotnar flestar þær hömlur sem á síS-
ari árum hefur veriS reynt aS leggja á óhlutstæSar (abstract) greiningar
í hljóSkerfisfræSi (sjá Kenstowicz & Kisseberth 1977, 1. kafli; 1979, 6.
kafli). Víxl a og ö eru eina ástæSan fyrir því aS Anderson gerir ráS fyrir
baklægu u í myndum eins og þökk, börn', þetta u kemur hvergi upp á
yfirborSiS, og þess sjást engin merki í orSum sem hafa annaS stofnsér-
hljóS en a (feitur~feit, vél (nf,)~vélar (ef.), men (et.)~men (flt.)).
Cathey & Demers (1979:30) fara dálítiS aSra leiS; þeir telja langa
(„þanda“ hjá Anderson) sérhljóSa í raun og veru tvo stutta. Þá geta
þeir haft reglu svipaSa (19), sem fellir niSur sérhljóSa í bakstöSu. OrSiS
völlur er þá #valIu + 0# í þf. et., en #vallu + ii# í þgf. et. Á eftir
hljóSvarps- og brottfallsreglum verkar svo reglan sem eySir sérhljóSi í
bakstöSu; en vegna þess aS i-in í þgf. eru tvö, kemur annaS upp á yfir-
íslenskt mál III 4