Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Qupperneq 54
52
Eiríkur Rögnvaldsson
til no., en ekki lo., þó aS víxlin a~ö hagi sér eins í þessum orSflokkum
(ö í nf., þf., þgf. ft., a annars staSar).
Nú er alkunna aS oft kemur fram tilhneiging til aS fækka allómorfum
innan sama beygingardæmis. Því mætti e. t. v. búast viS aS reglan a ö
í kvk. og hk. ft. hætti aS verka, vegna þess aS hún hefur ekki hljóS-
fræSilegan stuSning. Reyndar virSast börn læra hana seinna en hljóS-
kerfisregluna (6), eins og áSur segir (sjá 2.3.3), en ýmislegt getur stuSlaS
aS lífi hennar. í hk. gegnir hún mikilvægu merkingarlegu hlutverki; nf.
og þf. ft. yrSu eins og nf. og þf. et. í fjölmörgum orSum, ef hennar nyti
ekki viS (barn (et)~*barn (ft)). Hér væri hentugt aS grípa til hug-
taksins „functional yield“ („functional load“) hjá Martinet (1952); í hk.
ft. hefur andstæðan a :ö hátt „functional yield“ (þ. e. mikilvægt merk-
ingarlegt hlutverk), vegna þess aS sérhljóSin eru þaS eina sem greinir
milli et. og ft. Hins vegar er mér ekki ljóst hvernig slíkt strúktúralista-
hugtak fellur aS generatífri málfræSi. E. t. v. er betra aS segja aS þaS
sé reglan a -» ö, sem hefur hátt „functional yield“ hér.
í kvk. hafa víxl a og ö aS vísu ekki viSlíka merkingarlegt hlutverk;
myndin *þakk rynni ekki saman viS nein önnur föll. Hins vegar ber aS
líta á þaS, aS þarna er ö einmitt í þeim myndum sem væntanlega eru
„ómerktastar" og mest notaSar. Því má þykja líklegt aS þær myndir séu
öSrum síSur breytingum undirorpnar.
3.2 Víxl a~ö í karlkynsoröum af u-stofni
3.2.1 Grunnform
Eftir er aS fjalla um einn flokk orSa þar sem a og ö skiptast á án þess
aS víxlin virSist skilyrt af eftirfarandi u. ÞaS eru karlkyns n-stofnaorSin;
köttur, mögur, björn, fjörður o. s. frv. En þaS eru reyndar ekki aSeins
a og ö sem skiptast þar á í beygingunni, því aS í þgf. et., og nf. og (oft-
ast) þf. ft. þessara orSa er annaShvort e (sem skiptist á viS a og ö, eins
og í köttur); eSa i (sem skiptist á viS ja og jö, eins og í fjörður).
Þótt sögulega séð sé ö í t. d. köttur komið af a með w-hljóðvarpi, en
ja og jö í fjörður af e meS klofningu, þarf þaS ekki aS þýSa aS í nútíma-
máli séu a og e í grunnformi þessara orSa. Reglurnar gætu hafa snúist
viS, þannig aS ö sé nú í grunnformi. Möguleikanum á baklægu ö var aS
vísu hafnaS varSandi sterk kvenkyns- og hvorugkynsorS (sjá 3.1.2), en
hér gegnir öSru máli. Víxlin a~ö (~e/i) hafa hér engan stuSning af
lo., og taka til fárra no. Hér er ö stofnsérhljóðið í ómerktustu mynd-