Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 57
U-hljóðvarp og önnur a~ö víxl í nútímaíslensku 55
Mér virSist því ýmislegt benda til þess, en ekkert mæla í móti, aS ö
sé nú í grunnformi karlkynsorSa af w-stofni. A. m. k. er ljóst aS víxl
a og ö í þessum orSum eru annars eSlis en í kvk. og hk.; þar er um aS
ræSa beygingarlega skilyrSingu, en hér eru þaS aSeins fá karlkynsorS,
sem um er aS ræSa, og því eSIilegt aS gera ráS fyrir minniháttarreglu.
4. Lokaorð
Þá er mál til komiS aS svara í stuttu máli þeim spurningum sem
bornar voru fram í upphafi máls:
1. Víxl aogöí beygingardæmum eru ýmist skilyrt af hljóSkerfis-
reglum eSa beygingarlega skilyrtum reglum.
2. Undantekningar frá hljóSkerfisreglunni má ýmist skýra meS
því aS raSa u-innskotsreglu á eftir u-hljóSvarpi, eSa meS vísun til
algildis Kiparskys (1973) um aS reglur verki ekki ef allt umhverfi
þeirra er innan eins og sama morfems. Annars verSur a alltaf ö
í næsta atkvæSi á undan u. ö þar sem ekkert u fer á eftir er ýmist
í grunnformi eSa tilkomiS meS beygingarlega skilyrtum reglum.
3. Beygingarlega skilyrt regla, sem setur ö í staS a sem er í grunn-
forminu, verkar í síSasta stofnatkvæSi á undan 0-endingu í kvk.
og hk. ft. Hins vegar verka sérstakar „minniháttarreglur“ í w-stofn-
um, og þar er eðlilegra að leggja ö til grundvallar.
4. w-innskot verkar á eftir w-hljóSvarpi og veldur yfirborSsundan-
tekningum frá því. Veiklun (sem e. t. v. er hljóSfræSileg regla, en
ekki hljóSkerfisregla) getur verkaS bæSi á undan og eftir u-hljóS-
varpi. Ekki virSast sterk rök fyrir því aS M-hljóSvarp þurfi aS geta
verkaS á undan sérhljóSabrottfalli; yfirleitt verkar þaS á eftir.
5. Víxl a og ö eru mjög regluleg, og bæSi hljóSkerfisreglan og
beygingarlega skilyrta reglan virSast tryggar í sessi. Undantekningar
frá þeim eru vart til (sé tekiS tillit til þeirra skýringa sem nefndar
eru í 2. hér aS ofan).
Sum þessara svara kunna aS orka tvímælis, og eflaust eru fæst þeirra
nægjanlega rökstudd hér aS framan. En u-hljóSvarpsreglan verSur
hvorki drepin né haldiS lifandi meS skrifum og skeggræSum; líf hennar
ræSst meSal þeirra sem tala máliS.