Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Qupperneq 63
Fleiryrtar aukatengingar? 61
í nafnliS og til verða „sambönd“ eins og sú staðreynd að ..maður-
inn sem . . ., o. s. frv. (Sjá líka Kristján Árnason 1980:87-90 og Jón
Gunnarsson 1973:79 o. áfr.)
1. Kallaðir og útvaldir
1.0
ÁSur en lengra er haldiS er rétt aS rifja upp þau orSasambönd sem
orSiS hafa þeirrar náSar aSnjótandi aS teljast fleiryrtar aukatengingar
í íslensku. Þar eS tiltækar upptalningar íslenskra aukatenginga eru sem
fyrr segir yfirleitt næsta líkar hver annarri er hér, til einföldunar og
hægSarauka, aSeins miSaS viS þá þeirra sem kunnust er, þ. e. auka-
tengingatölu Bjöms GuSfinnssonar (1958:88-89). Samkvæmt henni
em fleiryrtar aukatengingar í íslensku þessar:4
(2) la Al + að: af því aS, fyrir því aS, meS því aS, úr því aS, sökum
þess aS, sakir þess aS, vegna þess aS, þrátt fyrir þaS aS, til
þess aS, frá því aS
lb +/ + að: því aS, svo aS, þó aS, til aS, svo aS (tilgangst.), eftir
aS, þangaS til aS, þar til aS
2 +/ + sem, er, eð: þar eS, þar sem, svo framarlega sem, svo
sem, frá því er, jafnskjótt sem, þar til er, þá er, til þess er,
þar sem, þar er, þangaS sem, þangaS er, þaSan sem, þaSan er,
hvert sem, hvert er, hvar sem, hvaSan sem, hvaSan er, hvernig
sem, hvenær sem
3 +/ + og: eins og, jafnskjótt og, undireins og, strax og, um
leiS og
4 Al + en: heldur en, áSur en, fyrr en, óSar en
5 Al + þótt: enda þótt, jafnvel þótt
Flokkun þessi sýnist óneitanlega segja meira um „fleiryrtar aukateng-
ingar“ en hin venjulega merkingarlega flokkun íslenskra aukateng-
inga. Hér kemur sem sagt í ljós aS „fleiryrtar aukatengingar“ em sér-
kennilega reglulegar aS byggingu eSa myndun. „Fyrri hluti“ þeirra virS-
ist ávallt vera atviksliSur (eSa a. m. k. samkvæSur atviksliS) ;5 og „seinni
4 Hvort — eða og afbrigðum af henni er hér sleppt enda virðist eða þar vera
aðaltenging. Sömuleiðis er hér alveg litið fram hjá því — (sem) — því/þeim mun.
Þá skal tekið fram að í (2)la er „fyrri hluti“ orðasambandanna forsetningarliður
en ekki í (2)lb.
5 Þetta er yfirleitt augljóst. Þó er venjulega gert ráð fyrir að enda sé aðalteng-