Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 66
64 Halldór Ármann Sigurðsson
vi8 aukatengingar og vant er aS sjá nokkur þau orÖmyndunarleg rök
er hér geti komiS aS gagni — nema ef vera skyldi andstæSan „einyrtur“/
„fleiryrtur“ eSa „orS“/„orSasamband“. MeS nokkurri einföldun má
segja aS þaS sé einmitt gildi þessa atriSis sem hér er til athugunar; þaS
er því að sjálfsögðu ekki brúklegt sem forsenda hennar. Auk þess er
þarna ekki um að ræða orðmyndunarlegt atriði í eiginlegum skilningi.
ÞaS er því svo aS sjá aS setningaleg einkenni séu hin einu sem geta
skoriS úr um hvort „fleiryrtar aukatengingar“ eru í raun aukateng-
ingar í íslensku eSur ei. Þau setningalegu atriSi sem í þessu sambandi
skipta máli eru dreifing, nánar til tekiS staSa innan setninga, og form-
gerS. ÞaS verSur m. ö. o. aS ætla aS allar aukatengingar í íslensku
hafi sambærilega dreifingu og svipaSa formgerS — ella væru brostnar
einu hugsanlegu forsendurnar fyrir samflokkun þeirra. AS stöSu auka-
tenginga víkur stuttlega í 4. kafla hér á eftir. Hér og í 3. kafla verSur
hinsvegar fjallaS nokkuS um formgerS þeirra. AS nokkru leyti varSar
þaS efni reyndar einnig stöSu aukatenginga.
2.1
Einyrtar aukatengingar, s. s. að, sem, ef, þótt, þegar, eru óbeygjan-
leg og ósamsett orS. Og þær virSast einkum hafa þaS takmarkaSa mál-
fræSilega hlutverk (grammatical function, sbr. t. d. af Trampe & Viberg
1972:95) aS tengja aukasetningar. ÞaS virSist því augljóst aS þær hljóta
ávallt aS vera einn og einfaldur eSa ósamsettur setningaliSur — eins
og einstök „orS“ eru reyndar yfirleitt. VerSur svo ekki betur séS en
aS mikilvæg forsenda fyrir því aS greina orSasambönd eins of af því að,
þangað sem o. s. frv. sem aukatengingar sé (eSa ætti aS vera) aS þau
séu aS þessu leyti eins og einyrtar aukatengingar. M. ö. o.: Ef „fleiryrtar
aukatengingar“ væru órjúfanlegar eindir eins og einyrtar aukatengingar
og í þeim skilningi sem talaS var um í upphafi þessa kafla, mætti e. t. v.
ætla aS þær væru ávallt einn og ósamsettur setningaliSur; þar meS væri
líka hugsanlegt aS draga bæri þær í dilk meS einyrtum aukatengingum.
Ef orSasambönd þessi hegSa sér hinsvegar sem tveir setningaliSir yrSi
hin venjulega flokkun þeirra aftur á móti aS teljast í meira lagi hæpin,
svo aS vægt sé til orSa tekiS.
ÞaS sem nú sagSi má e. t. v. skýra meS aSstoS hríslumynda. Skal þá
fyrst tekiS fram aS hér er taliS aS aukatenging og eftirfarandi auka-
setning myndi einn setningaliS (samsettan) og er hann táknaSur S (um
sambærilega greiningu í ensku sjá t. d. Bresnan 1970, 1972; Chomsky