Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 70
68 Halldór Ármann Sigurðsson
OrSasamböndin í (7) kæmu m. ö. o. fyrir í samsettum atviksliSum en
samböndin í (8) væru forsetningarliSir meS samsettum nafnliSum.
Samkvæmt hefSbundnum skilningi á „fleiryrtum aukatengingum“,
þ. e. greiningunni í (6), eru þær ávallt einn og ósamsettur setningaliSur,
(þar táknaSar meS teng) eins og einyrtar aukatengingar. OrSasambönd-
um þessum ætti þá ekki aS vera unnt aS „sundra“ meS því t. d. aS flytja
S til. Eins og brátt kemur á daginn er reyndin þó einmitt sú.
3. Af lausung og óheilindum
3.0
Eins og ýjaS var aS nú síSast er þess ekki aS vænta samkvæmt grein-
ingunni í (6) aS flutningur S hafi nein áhrif á „fleiryrtar aukatengingar“.
Greiningarnar í (7) og (8) spá því hinsvegar beinlínis aS sé slíkur flutn-
ingur á annaS borS mögulegur muni hann „sundra" þessum orSasam-
böndum.
Nú vill svo vel til aS oft má flytja S til innan móSursetningar. Er
slíkur flutningur nefndur fráfærsla (extraposition) og hefur einkum
veriS gert ráS fyrir honum þegar S er fallsetning (sjá Höskuldur Þráins-
son 1979, 4. kafli). Hafi S nafnliS aS höfuSliS (standi m. ö. o., „áSur en“
hún er flutt, í samsettum Nl, sbr. (4) hér áSan) er talaS sérstaklega um
fráfærslu frá N1 (extraposition from NP; sjá t. d. Baker 1978:141-143;
Perlmutter & Soames 1979:296-297; sbr. Höskuldur Þráinsson 1979:
237 o. áfr.). Með þessari síðarnefndu fráfærslu er eftirfarandi b-setning
leidd af samsvarandi a-setningu (eSa hefur sama grunnform og hún —
S er hér skáletruS):
(9) a Sú staSreynd að málfrceðingar eru skrýtnir er óræk
b Sú staSreynd er óræk að málfrœðingar eru skrýtnir
í (9)a stendur S í N1 sem er frumlag. Aukasetning getur aS sjálfsögSu
einnig veriS í samsettum N1 sem er andlag, t. d.:
(10) DagblaSiS sagSi þá frétt aS stjórnin væri fallin
sem vera skal. Er þetta gefið til kynna með hornklofum, sbr. líka (4) hér áðan.
(8) á við sambönd sem af því að, til þess að, til þess er. Þar er ekki tekin afstaða
til þess hvort fornafnið það er pfn. eða ábfn. (síðari möguleikinn sýnist mér þó
líklegri en hinn fyrri). Þá skal hér einnig tekið fram að mögulegt er að greina
sambönd sem af því að á sama hátt og þar til að, þangað sem o. s. frv., þ. e.: