Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 73
Fleiryrtar aukatengingar?
71
setningu viS það. Þá setningu má þá færa frá því meS fráfærslu líkt og
aSrar setningar er standa meS höfuSliS.
4. Ögn um stöðu „fleiryrtra aukatenginga"
AS einu leyti svipar samböndum sem af því að, þangað sem, þar sem
o. s. frv. allmjög til einyrtra aukatenginga: Þau standa ávallt „á mótum“
móSursetningar og dóttursetningar, sbr. t. d.:
(18) a Finnbogi fór af því aS Ólafur vildi byggja
b Finnbogi fór þar sem Ólafur vildi byggja
c Finnbogi fór fyrst Ólafur vildi byggja
Er þetta vafalítiS helsta ástæSa þess aS sambönd þessi eru venjulega
greind sem aukatengingar. Þegar aS er gáS sést þó aS þetta atriSi hef-
ur hér naumast nokkurt gildi. Þetta er sem sagt sjálfskýrt og auSvitaS
mál ef að, sem, er, og, en, þótt eru aukatengingar í samböndum þess-
um. StaSa af því að, þangað sem o. s. frv. er því ekki hótinu merkilegri
en staSa „sambanda“ eins og sú staðreynd að, maðurinn sem o. s. frv.
(sbr. (4) og (7)—(8) hér áSur)!
í þessu sambandi er vert aS taka eftir „setningum“ á borS viS þessar:
(19) a *Vilmundur segir aS
b *Geir spyr hvort
c *Finnbogi fer ef
d *Ragnar leggur á þótt
e *Gunnar talar jafn hægt og
Eins og „setningar“ þessar bera meS sér virSist meS öllu útilokað aS
einyrtar aukatengingar taki ekki meS sér aukasetningu. Um þetta breyt-
ir aS sjálfsögSu engu þótt atviksliSir eins og c/ því, þangað til, þar o.
s. frv. fari á undan tengingum þessum.
Nú er þaS aS vísu svo aS af því, þangað til o. s. frv. virSast ávallt
vísa „út fyrir sig“, merkingarlega. Þau er því ekki unnt aS nota nema
aS þau standi í einhverju slíku merkingarlegu samhengi. ÞaS þýSir
m. a. aS ekki er hægt aS hefja samtal meS setningum eins og þeim
sem fara hér á eftir (þetta er þar táknaS meS stjörnu þó aS setningamar
séu raunverulega ekki málfræSilega ótækar):
(20) a *Vilmundur hætti af því
b *Finnbogi fór oft þangaS
c *Gunnar beiS þangaS til